• Samningur um lyfjafræðilega þjónustu
    Samningur um lyfjafræðilega þjónustu Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur gert samning við Lyfjaver um lyfjafræðilega þjónustu fyrir stofnunina til næstu tveggja ára. Undanfari þessa samnings var verðkönnun þar sem Lyfjaver var með hagstæðasta tilboðið bæði út frá verði á lyfjum og þjónustu, auk þess að uppfylla best kröfur HSU um aukna skilvirkni og gæði í ferlum við innkaup og eftirlit. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU undirritaði í dag samning ásamt Hákoni Steinssyni framkvæmdastjóra Lyfjavers.  Samningurinn felur í sér alla umsjón á lyfjafræðilegri þjónustu og ábyrgð á lyfjamálum, lyfjapantanir fyrir allar deildir og starfstöðvar, vélskömmtun lyfja og þjónustu við lyfsölur sem HSU rekur á Vík og á Kirkjubæjarklaustri.  Með samningum er jafnframt stigið framfaraskref með innleiðingu á rafrænu pöntunarkerfi sem auðveldar birgðahald lyfja og gerir umsýslu með pöntunum og innkaupum lyfja skilvirkara og aðgengilegra.  Starfsmenn frá Lyfjaveri hafa þegar hafist handa við að undirbúa þjónustu við HSU og fögnum við góðu upphafi á samstarfi við fyrirtækið.
  • Framkvæmdir við Vegmúla og Suðurlandsbraut
    Framkvæmdir við Vegmúla og Suðurlandsbraut Vegna framkvæmda við Vegmúla og Suðurlandsbraut hefur innkeyrslu við og frá Suðurlandsbraut 26 (við Heimilistæki) í átt að Vegmúla verið tímabundið lokað. Við ráðleggjum viðskiptavinum Lyfjavers að aka inn úr vesturátt frá horni Vegmúla og Suðurlandsbrautar. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.
Fleiri fréttir
 

Þú finnur okkur hér

Smelltu á kortið
Lyfjaver er hér - smelltu til að stækka

Greiðsluþátttaka

Afgreiðslutími

Mánudaga - föstudaga 8.30-18.00
Laugardaga 10-14

 

Hafðu samband

Smelltu hér til að senda okkur póst varðandi:

 

Ábendingar