Til baka

CitraFleet

2 skammtar - Mixtúruduft

CitraFleet er hægðalosandi lyf sem er gefið til undirbúnings fyrir röntgenrannsóknir, speglanir og skurðaðgerðir. Áhrifa natríumpicósúlfats gætir í ristlinum þar sem það örvar slímhúðina og þarmahreyfingarnar aukast. Þar með flýtir fyrir því að þarmarnir tæmast. Magnesíumsítrat bindur vatn í þörmunum...

4.635 kr.

vnr: 194293

CitraFleet er hægðalosandi lyf sem er gefið til undirbúnings fyrir röntgenrannsóknir, speglanir og skurðaðgerðir. Áhrifa natríumpicósúlfats gætir í ristlinum þar sem það örvar slímhúðina og þarmahreyfingarnar aukast. Þar með flýtir fyrir því að þarmarnir tæmast. Magnesíumsítrat bindur vatn í þörmunum þannig að hægðirnar verða þynnri og þarmarnir þenjast út og örva þannig þarmahreyfingar. Saman stuðla þessi tvö efni að kraftmikilli úthreinsun.

Lyfið er tekið inn í tveimur skömmtum, daginn fyrir rannsókn eða aðgerð, sá fyrri kl. 8 og sá seinni 6-8 klst. síðar. Fullorðnir: 1 poki í senn. Duftið skal blanda út í 150 ml af köldu vatni, hræra saman í 2-3 mín. og drekka. Meðan á tæmingu stendur skal drekka u.þ.b. 250 ml af vatni eða öðrum tærum vökva á hverri klukkustund.

Natríumpicosúlfat Magnesíumsítrat Sítrónusýra

Frekari upplýsingar

Form

Magn

Heiti Innihaldsefnis

Merking