• Heim
  • /
  • Lyfjaþjónusta stofnana

Lyfjaþjónusta stofnana

Lyfjaþjónusta stofnana

Öll lyfjamál í góðum höndum hjá Lyfjaveri

Fjöldi hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana um land allt nýtur öruggrar þjónustu Lyfjavers á sviði lyfjamála. Þjónusta Lyfjavers er víðtæk og stuðlar að auknu öryggi og vinnusparnaði viðskiptavina  við umsýslu lyfja. Tæknilausnir sem Lyfjaver hefur komið að þróun á, hafa fært lyfjaumhverfi hjúkrunarheimila fram um áratugi.

Þjónusta Lyfjavers felur m.a. í sér eftirfarandi:

  • Útvegun allra lyfja, skammtaðra og óskammtaðra
  • Tölvustýrða lyfjaskömmtun sem hámarkar öryggi
  • Lyfjafræðilega ábyrgð og eftirlit með lyfjageymslum
  • Ráðgjöf vegna: lyfjamála almennt, aðstöðu,úttekta Lyfjastofnunar o.fl.

Þarfir heilbrigðisstofnana á sviði lyfjamála eru misjafnar en í flestum tilfellum felst þjónustan í  útvegun lyfja til nota á hjúkrunarheimilum eða öðrum heilbrigðisstofnunum. Er þar fyrst og fremst um að ræða  vélskömmtuð lyf en það eru lyf sem hægt er að skammta fram í tímann eins og töflur og hylki en einnig önnur lyf sem ekki eru skömmtuð s.s. innöndunarlyf og augndropa. Þá útvegar Lyfjaver einnig öll  önnur tilfallandi lyf. Hjúkrunarheimili og stofnanir eiga jafnan birgðir af slíkum lyfjum og veitir Lyfjaver þeim sérhæfða þjónustu í tenglum við slíkt lagerhald.

Með vélskömmtun lyfja sparast mikill tími hjúkunarfólks hjá stofnunum sem annars færi í lyfjatiltekt, öryggi eykst og hætta á mistökum við lyfjagjöf minnkar mikið. Önnur lyf til áfyllingar á lyfjaherbergi stofnana sem ekki eru vélskömmtuð eða lyf sem eru ætluð til tilfallandi notkunar eða í neyð, útvegar Lyfjaver skv. pöntun og má líkja starfseminni við  sjúkrahúsapótek  þar sem slíkar lyfjapantanir eru unnar til sendinga um land allt.

Auk þess að útvega lyf, sinnir Lyfjaver lyfjafræðilegri þjónustu fyrir heilbrigðisstofnanir skv. samningi og veitir stofnunum ráðgjöf og aðhald  þannig að þær geti uppfyllt þær síbreytilegu lyfjafræðilegu lagakröfur sem yfirvöld gera til heilbrigðisstofnana. Lyfjafræðingar í eftirlitsdeild sinna þessari ráðgjöf og  eftirliti og í gegnum árin hefur mikil þekking skapast hjá Lyfjaveri  varðandi aðstöðu og lyfjaumhverfi á stofnunum. Meðal þess sem gæta þarf að er að lyf séu geymd við réttar aðstæður og að fyrnd lyfin séu ekki í notkun. Þá þarf að fylgjast sérstaklega vel með notkun og skráningu ávana og fíknilyfja.

Lyfjastofnun gerir reglulegar úttektir á  starfsemi stofnana.  Lyfjaver veitir viðskiptavinum sínum aðstoð  við þessar úttektir og þar nýtist sérþekking fyrirtækisins einkar vel. Að auki felst þjónustan í ráðgjöf varðandi lyfjageymslur og allt annað sem snýr að lyfjamálum  á stofnunum.

contact figure
Sendu okkur línu

Takk fyrir að hafa samband

Við munum svara beiðni þinni eins fljótt og kostur er

Get ég aðstoðað?

Contact icon