Miðlægt apótek fyrir stofnanir

Miðlægt apótek fyrir stofnanir

Sjúkrahúsapótek Lyfjavers fyllir á lyfjabirgðir stofnana um land allt

Hjúkrunardeildir um land allt senda Lyfjaveri lyfjapantanir til áfyllingar á lyfjalager deildanna og sinnir Lyfjaver því hlutverki sjúkrahúsapóteks. Er þess gætt að nægar birgðir séu til staðar á deildunum til þess að mæta þeirri þörf sem þar er. Með því að útvista slíkri þjónustu spara viðskiptavinir mikinn kostnað í starfsmannahaldi og birgðasöfnun verður minni.

Bylting hefur orðið á þessari  þjónustu með innleiðingu Alfa birgðakerfis frá hugbúnaðarfyrirtækinu Þula – norrænt hugvit, á stofnanir í þjónustu Lyfjavers. Birgðakerfið heldur utan um lyfjabirgðir og notkun á stofnunum og framkallar sjálfvirkar pantanir til Lyfjavers þegar birgðastaða fer undir ákveðin mörk.

Kostir birgðakerfisins eru m.a. eftirfarandi:

  • Mikill tímasparnaður hjúkrunarfólks við lyfjapantanir
  • Lyfjalager og fjárbinding minnkar
  • Lyfjakostnaður lækkar
  • Kerfið gefur yfirlit yfir birgðastöðu á lyfjageymslum innan heilbrigðisstofnana – sparar tíma ef nýta þarf lyf á milli deilda
  • Rafrænar „grænar bækur“ eru innbyggðar í kerfið – bókhald eftirritunarskyldra lyfja á pappír hættir. Kerfið einfaldar leiðréttingar á misræmi og vinnur gegn hugsanlegu misferli.

Á meðal fyrstu stofnana sem innleiddu hugbúnaðinn voru Öldrunarheimili Akureyrar og hefur kerfið verið í notkun þar síðan 2016. Kerfið hefur gefið mjög góða raun og hlutu Öldrunarheimili Akureyrar verðlaun og viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 vegna innleiðingar á Alfa birgðakerfinu.Hér má sjá myndband um notkun á Alfa birgðakerfinu á Öldrunarheimilum Akureyrar

 

contact figure
Sendu okkur línu

Takk fyrir að hafa samband

Við munum svara beiðni þinni eins fljótt og kostur er

Get ég aðstoðað?

Contact icon