Til baka

Swanson D vítamín 5000 iu 250 perlur

Swanson D3 5000IU er sterkasta D vítamínið sem fáanlegt er hjá okkur eins og er

2.950 kr.

2.950 kr.

vnr: SW1371

Við íslendingar eigum oft erfitt með að fá nóg af D vítamíni frá sólu þar sem hún er bæði langt frá okkur og skín ekki eins mikið og í öðrum löndum. Til þess að fá nægilegt D vítamín frá sólu þyrftum við að vera í beinu sólskini með bera útlimi í a.m.k. klukkutíma, en þá dregur líkaminn inn 2000 IU. Ef við erum komin í D vítamín skort vantar okkur hinsvegar mun meira en það. Fólk sem komið er með D vítamín skort er oft undir eftirliti læknis á mun hærri skömmtum D vítamíns.

D vítamín stjórnar upptöku líkamans á kalki og styður við uppbyggingu beina. D vítamín kemur einnig að starfsemi ónæmis- og æðakerfisins. Fjöldi rannsókna hafa verið framkvæmdar sem skoða tengls milli almennrar heilsu og D vítamín inntöku, þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að D vítamín hafi töluverð áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu.

Aðeins þriðjungur karla og fjórðungur kvenna á Íslandi uppfylla kröfur líkamans um ráðlagðan dagskammt D vítamíns. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að staða íslenskra barna sé ekki nógu góð, aðeins fjórðungur 6 ára gamalla barna árið 2011 fékk ráðlagðan skammt af D vítamíni.

Fæðubótarefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá, fæðubótarefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Ráðlagður skammtur er ein tafla á dag með mat og vatni.

Vitamin D3 - Highest Potency