Til baka

Terra Nova Living Multinutrient Complex 50 hylki

Fjölvítamín með súperfæðu. Inniheldur stein og snefilefni. Með jurtum sem auka virkni.

3.318 kr.

3.318 kr.

vnr: 88026012

Terranova Living Multinutrient Complex – Jurtahylki

Þetta er mögnuð blanda vítamína og steinefna með fullt af jurtum og grænu súperfæði.

Það má segja að það sé hægt að slá margar flugur í einu höggi með inntöku þessa magnaða bætiefnis. Ná sér í fullnægjandi skammt vítamína og steinefna auk þess að láta líkamann njóta alls þess græna og góða sem fylgir með.

Í blöndunni má meðal annars finna hveitigras, spírulínu, acai ber, granatepli og turmerik, allt jurtir sem hafa hressandi, yngjandi og orkuaukandi innihaldsefni. Er það ekki eitthvað sem öllum finnst jákvætt? Living Multinutrient Complex inniheldur einnig sérvaldar jurtir sem stuðla að fullkominni nýtingu bætiefnisins. Jurtirnar tryggja hámarks virkni bætiefnablöndunnar í hverjum mannslíkama, burtséð frá aldri, ástandi og heilsu.

Living Multinutrient Complex:

  • Inniheldur ótrúlegt magn virkra efna í einu bætiefni
  • Stuðlar að aukinni orku og úthaldi
  • Ver líkamann gegn bólgum
  • Nærir og styrkir húðina
  • Styrkir augu og ver sjónina
  • Stuðlar að sterku taugakerfi og góðu minni
  • Er algjörlega laust við fylliefni, bindiefni og önnur aukaefni
  • Hentar grænmetis- og jurtaætum (Vegan)