Til baka

Proibs skammtabréf 30stk

PROIBS® er vottuð lækningavara til meðhöndlunar á einkennum iðraólgu (IBS), eins og magaverk, uppþembu og breyttum hægðum (niðurgangur og/eða hægðatregða).

3.790 kr.

vnr: 35151001

Iðraólga er talin vera algengasti sjúkdómur í meltingarfærum og hrjáir 15 – 20% fullorðinna einstaklinga. Flestir sjúklinganna eru á aldrinum 20-50 ára og eru konur í meirihluta. Þessi sjúkdómur var áður nefndur ristilerting, þarmaerting eða ristilkrampar.
Iðraólga er truflun á starfsemi þarmanna sem getur leitt til ýmis konar sjúkdómseinkenna og óþæginda. Algengustu einkennin eru verkir, uppþemba, vindgangur og breyting á hægðum.
Lítið er vitað um orsakir sjúkdómsins en talið er að þarmar og ristill séu óeðlilega viðkvæm fyrir þáttum sem örva starfsemi meltingarfæranna, eins og mat og lofti í meltingarfærum, vissum lyfjum og vissum fæðutegundum. Meðhöndlunin felst því í að meðhöndla einkennin.

Þessi vara er hentug til langtíma notkunar. Hinsvegar; ef hún er notuð í langan tíma eða ef einkenni versna er mælt með að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.

Einstaklingum með sykursýki er ráðlagt að ráðfæra sig við sinn lækni áður en varan er notuð.
Þunguðum konum og konum með barn á brjósti er ráðlagt að ráðfæra sig við lækni áður en PROIBS® er notað.
Ráðlagt er að ráðfæra sig við lækni ef nota á þessa vöru ásamt lyfjum.

Engar aukaverkanir eru þekktar fyrir þessa vöru. Láta skal lækni eða lyfjafræðing vita ef einstaklingar upplifa samt
sem áður aukaverkanir.

 

Hella skal innihaldi eins skammtapoka í glas og fylla með vatni. Taka skal PROIBS® 1 – 2 sinnum á dag.

Ekki skal nota PROIBS® ef til staðar er ofurviðkvæmni eða ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefni vörunnar.
PROIBS® er vara sem gert er ráð fyrir að geti verið notuð til lengri tíma. Ef einkennin breytast eða versna við
langtíma notkun vörunnar er mælt með að ráðfæra sig við lækni.

Þessi vara er ekki ráðlögð fyrir börn yngri en 13 ára

Hver skammtapoki af PROIBS® inniheldur 250 mg af AVH200® extrakƟ sem á uppruna sinn í Aloe barbadensis Mill. sem virkt efni.
Önnur innihaldsefni: Frúktósi, inulin, sítrónusýra, natríum bíkarbónat, askorbínsýra, silica, þrí-kalsíumfosfat, magnesíumsalt af fitusýrum, sítrónubragðefni, B2-vítamín
(riboflavin 5-fosfat).
PROIBS® inniheldur ekki glúten, laktósa, egg, hnetur eða soja.