Lyfjaþjónusta

Lyfjaskömmtun hentar öllum þeim sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar. Lyfjaskömmtun gengur þannig fyrir sig að lyfjum er pakkað í skammta fyrir hverja inntöku og fær notandi þau afhent í rúllu þar sem hver skammtur dagsins er í merktum poka. Á pokanum koma m.a. fram lyfjaupplýsingar, hver á að taka lyfin, hvaða læknir ávísar, dagsetning og inntökutími. Skammtað er til 7, 14 eða 28 daga í senn. Lyfjarúllur er keyrðar út til viðskiptavina eða afhentar í apóteki Lyfjavers að Suðurlandsbraut 22.

Til að komast í lyfjaskömmtun koma viðskiptavinir með og/eða senda lyfseðla sína til Lyfjavers með ósk um lyfjaskömmtun. Ennfremur getur læknir sent lyfseðla til Lyfjavers. Í framhaldinu hefur starfsmaður Lyfjavers samband og óskar frekari upplýsinga ef þörf er á.

Lyfjaver sinnir hvers konar lyfjaumsýslu fyrir heilbrigðisstofnanir og aðra skylda starfsemi samkvæmt þjónustusamningi. Þjónustan er sniðin að þörfum hvers og eins og er yfirleitt um að ræða umsjón með lyfjalager, skipulagningu vinnuferla auk almennrar afgreiðslu og umsýslu lyfja og lyfjaskömmtunar. Allt er unnið í nánu samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra þá sem að málum koma. Reynslan sýnir að bætt yfirsýn og stjórn fæst á lyfjaávísanir og lyfjagjafir til skjólstæðinga sem leiðir til hagræðingar og sparnaðar fyrir viðskiptavini. 

contact figure
Sendu okkur línu

Takk fyrir að hafa samband

Við munum svara beiðni þinni eins fljótt og kostur er

Get ég aðstoðað?

Contact icon