Til baka

Lifestream Spirulina töflur 200 stk

Hvað er Spirulina? Spirulina eru örsmáir blágrænir þörungar. Lifestream ræktar þörungana í fersku vatni undir ströngu óháðu gæðaeftirliti. Vísindamenn eru á því að Spirulina sé nánast fullkomin fæða. Líkaminn nýtir næringu Spirulina betur en úr öðrum fæðutegundum að grænmeti meðtöldu....

4.527 kr.

4.527 kr.

vnr: 88006760

Hvað er Spirulina?
Spirulina eru örsmáir blágrænir þörungar. Lifestream ræktar þörungana í fersku vatni undir ströngu óháðu gæðaeftirliti. Vísindamenn eru á því að Spirulina sé nánast fullkomin fæða. Líkaminn nýtir næringu Spirulina betur en úr öðrum fæðutegundum að grænmeti meðtöldu. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á efninu og niðurstöður þeirra birst í vísindatímaritum. Ekkert annað bætiefni er jafn næringarríkt og Lifestream Spirulina sem þar utan er hreint og óblandað.

Lífrænt fjölvítamín sem virkar
Gott er að vera meðvitaður um gæði bætiefna og vítamína. Verksmiðjuframleidd vítamín eru samsett tilbúin næringaefni sem skortir algerlega lífræna, samverkandi næringu. Ekki er mögulegt að búa til eftirlíkingu af hinu eina fullkomna, lífræna jafnvægi næringarefnanna í Spirulina. Þegar Lifestream Spirulina er valið sem fjölvítamín jafngildir það því að fá næringu beint úr fæðunni, eins og ráðlagt er af næringafræðingum. Lifestream Spirulina er því upplagt fyrir alla fjölskylduna. Undanfarið hefur mikið verið rætt um að börn og unglingar fái ekki nauðsynleg næringaefni og borði of lítið af ávöxtum og grænmeti. Spirulina er besti möguleikinn sem næringarauki fyrir börn og unglinga og getur bætt heilsu þeirra og líðan.

Lifestream Spirulina inniheldur mesta magn GLA og blaðgrænu af öllu því Spirulina sem er á markaðnum.

Hvenær á að taka inn Spirulina?
Ágætt er að taka Lifestream Spirulina þegar orkubirgðir líkamans þverra og þreyta sækir að, til dæmis síðdegis. Glykogen og blaðgrænan eykur súrefnismettun í blóði, orkan eykst og andleg líðan um leið þannig að maður verður mun hressara en áður. Því meira Glykogen í líkamanum í líkamsræktinni þeim mun betri árangur. Best er að taka Lifestream Spirulina inn klukkustund fyrir æfingu og er þá merkjanlegur munur á þreki, úthaldi og einbeitingu.