Lyf fyrir menn

Venlafaxin Medical Valley - Forðatafla
Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: N06AX16
ATC Heiti: Venlafaxinum
Norrænt Vörunúmer: 055372
Markaðsleyfishafi: Medical Valley Invest AB
Skráningardagsetning: 01.08.2019
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
Venlafaxin Medical Valley inniheldur virka efnið venlafaxín.
Venlafaxin Medical Valley er þunglyndislyf sem tilheyrir flokki lyfja sem nefnd eru serótónín og
noradrenalín endurupptökuhemlar. Lyf í þessum flokki eru notuð til meðferðar við þunglyndi og
öðrum sjúkdómum eins og kvíðaröskunum. Ekki er að fullu ljóst hvernig þunglyndislyf verka en
hugsanlega stuðla þau að því að hækkuðum gildum serótóníns og noradrenalíns í heila.
Venlafaxin Medical Valley er ætlað til meðferðar við þunglyndi hjá fullorðnum. Það er einnig ætlað til
meðferðar hjá fullorðnum með eftirfarandi kvíðaraskanir: Kvíða, félagsfælni (að forðast að hitta fólk
vegna ótta við slíkar aðstæður) og felmtursröskun (ofsakvíðaköst). Mikilvægt er að veita viðeigandi
meðferð við þunglyndi og kvíðaröskun til þess að fólk nái bata. Án meðferðar er ekki víst að bati náist
og sjúkdómurinn getur orðið alvarlegri og erfiðara að meðhöndla hann
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Venlafaxin Medical Valley er þunglyndislyf sem tilheyrir flokki lyfja sem nefnd eru serótónín og
noradrenalín endurupptökuhemlar. Lyf í þessum flokki eru notuð til meðferðar við þunglyndi og
öðrum sjúkdómum eins og kvíðaröskunum. Ekki er að fullu ljóst hvernig þunglyndislyf verka en
hugsanlega stuðla þau að því að hækkuðum gildum serótóníns og noradrenalíns í heila.
Venlafaxin Medical Valley er ætlað til meðferðar við þunglyndi hjá fullorðnum. Það er einnig ætlað til
meðferðar hjá fullorðnum með eftirfarandi kvíðaraskanir: Kvíða, félagsfælni (að forðast að hitta fólk
vegna ótta við slíkar aðstæður) og felmtursröskun (ofsakvíðaköst). Mikilvægt er að veita viðeigandi
meðferð við þunglyndi og kvíðaröskun til þess að fólk nái bata. Án meðferðar er ekki víst að bati náist
og sjúkdómurinn getur orðið alvarlegri og erfiðara að meðhöndla hann
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
Venlafaxin Medical Valley inniheldur - Virka innihaldsefnið er venlafaxín
Hver forðatalfa inniheldur 75 mg, 150 mg eða 225 mg venlafaxín (sem hýdróklóríð).
- Önnur innihaldsefni (hjálparefni) eru
Töflukjarni: mannitól (E421), povidón K-90, makrógól 400, örkristallaður sellulósi (E460(i)),
vatnsfrí kísilkvoða, magnesíumsterat (E470b).
Töfluhúð: sellulósaasetat, makrógól 400, hyprómellósi, mjólkursykurseinhýdrat
(laktósaeinhýdrat), títantvíoxíð (E171), tríasetín
Lýsing á útliti Venlafaxin Medical Valley og pakkningastærðir
75 mg forðatöflur: 7,5 mm kringlóttar, tvíkúptar, hvítar til beinhvítar töflur með (litlu) gati á annarri
hliðinni.
150 mg forðatöflur: 9,5 mm kringlóttar, tvíkúptar, hvítar til beinhvítar töflur með (litlu) gati á annarri
hliðinni.
225 mg forðatöflur: 11 mm kringlóttar, tvíkúptar, hvítar til beinhvítar töflur með (litlu) gati á annarri
hliðinni.
Venlafaxin Medical Valley 75 mg forðatöflur er í:
PVC-Polyklorotrifluoroethylen/álþynnu. Pakkningastærðir: 10, 14, 20, 28, 30, 42, 49, 50, 56, 60, 98,
100 og 500 forðatöflum.
HDPE-glasi með rakadrægu kísilgeli í loki. Pakkningastærðir: 10, 14, 20, 28, 30, 50, 56, 60, 100, 105,
106, 110 og 500 forðatöflum.
HDPE-glasi með loki með barnalæsingu sem inniheldur rakadrægt kísilgel: Lokið er úr pólýprópýleni
(PP), óbrjótanlegi öryggishringurinn er úr pólýetýleni (PE) sem inniheldur rakadrægt kísilgel.
Pakkningastærðir: 100, 105, 110 forðatöflur.
Venlafaxin Medical Valley 150 mg forðatöflur er í:
PVC-Polyklorotrifluoroethylen/álþynnu. Pakkningastærðir: 10, 14, 20, 28, 30, 42, 49, 50, 56, 60, 98,
100 og 500 forðatöflum.
HDPE-glasi með rakadrægu kísilgeli í loki. Pakkningastærðir: 10, 14, 20, 28, 30, 50, 56, 60, 100, 105,
106, 110 og 500 forðatöflum.
HDPE-glasi með loki með barnalæsingu sem inniheldur rakadrægt kísilgel: Lokið er úr pólýprópýleni
(PP), óbrjótanlegi öryggishringurinn er úr pólýetýleni (PE) sem inniheldur rakadrægt kísilgel.
Pakkningastærðir: 100, 105, 110 forðatöflur.
Venlafaxin Medical Valley 225 mg forðatöflur er í:
PVC-Polyklorotrifluoroethylen/álþynnu. Pakkningastærðir: 10, 14, 20, 28, 30, 42, 49, 50, 56, 60, 98,
100 og 500 forðatöflum.
HDPE-glasi með rakadrægu kísilgeli í loki. Pakkningastærðir: 10, 14, 20, 28, 30, 50, 56, 60, 100 og
500 forðatöflum.
HDPE-glasi með loki með barnalæsingu sem inniheldur rakadrægt kísilgel: Lokið er úr pólýprópýleni
(PP), óbrjótanlegi öryggishringurinn er úr pólýetýleni (PE) sem inniheldur rakadrægt kísilgel.
Pakkningastærðir: 100 forðatöflur.
Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.
Markaðsleyfishafi og framleiðandi
Markaðsleyfishafi
Medical Valley Invest AB
Brädgårdsvägen 28
236 32 Höllviken
Svíþjóð
Umboðsmaður á Íslandi
Acare ehf
Flókagötu 69
105 Reykjavík
Ísland
Framleiðandi
LABORATORIOS LICONSA, S.A.
Avda. Miralcampo, Nº 7, Polígono Industrial Miralcampo
19200 Azuqueca de Henares (Guadalajara)
Spánn
Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:
Nafn aðildarlands Heiti lyfs
Svíþjóð Venlafaxin Medical Valley depottabletter
Þýskaland Venlafaxin Winthrop® osmo 37,/ mg Retardtabletten
Danmörk Venlafaxin „Medical Valley“
Spánn Venlabrain Retard /225 mg comprimidos de liberación prolongada
Ísland Venlafaxin Medical Valley /225 mg forðatafla
Noregur Venlazid /225 mg
Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í september 2024.
Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is.