Lyfin þín í áskrift,
skömmtuð og afhent
Einfalt, öruggt
og þægilegt
Lyfjaskömmtun hentar einstaklingum á öllum aldri sem taka lyf að staðaldri og vilja einfalda líf sitt, spara tíma og auka öryggi við lyfjainntöku.
Lyfjunum er pakkað í skammta fyrir hverja inntöku og fær notandi þau afhent í rúllu þar sem hver skammtur er sérmerktur.
Kostir lyfjaskömmtunar
Hvernig byrja ég í lyfjaskömmtun?
Til að hefja lyfjaskömmtun eru nokkur atriði sem við þurfum að fá frá þér.
Skömmtunarlyfseðla frá heilsugæslu.
Upplýsingar um lyf og vítamín sem á að skammta.
Upplýsingar um heilsugæslu og lækni.
Greiðslu og afhendingarleiðir.
Þú færð frekari upplýsingar í skráningarforminu hér
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Lyfjaver á lyfjaver@lyfjaver.is eða hringja í síma 533 6100.
Kostnaður lyfjaskömmtunar
Greitt er fyrir þau lyf sem skömmtuð eru hverju sinni, auk skömmtunargjalds.
Skömmtunargjald
1.050 kr. fyrir 1 viku
1.595 kr. fyrir 2 vikur
3.190 kr. fyrir 4 vikur
4.350 kr. fyrir 6 vikur
Heimsending í boði hvert á land sem er fyrir 1.599 kr.
Önnur gjöld geta komið til.
Afhendingarleiðir
Hægt er að sækja í apótek Lyfjavers.
Heimsending heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu með Lyfjaversskutlunni.
Heimsending í boði hvert á land sem er með Póstinum.
Lyfjaver sinnir skömmtun fyrir fjölda apóteka og einnig er hægt að nálgast skömmtun hjá einu þeirra.
Apótek sem Lyfjaver skammtar fyrir
Akureyrarapótek, Apótek Garðabæjar, Apótek Vesturlands Akranesi, Borgarnesi og Ólafsvík, Íslandsapótek, Lyfjaval fjöldi apóteka, Reykjanesapótek, Reykjavíkur Apótek, Rima Apótek og Urðarapótek.