Lyf fyrir menn

Testosteron Medical Valley - Stungulyf, lausn
Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: G03BA03
ATC Heiti: Testosteronum
Norrænt Vörunúmer: 460947
Markaðsleyfishafi: Medical Valley Invest AB
Skráningardagsetning: 01.05.2024
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
Testosteron Medical Valley inniheldur Virka efnið er testósterónúndecanóat 250 mg/ml (samsvarandi 157,9 mg af testósteróni). Eitt
hettuglas inniheldur 1000 mg af testósterónúndecanóati (sem jafngildir 631,5 mg af testósteróni).
Önnur innihaldsefni eru benzýlbenzóat og hreinsuð laxerolía.
Lýsing á útliti Testosteron Medical Valley og pakkningastærðir
Testosteron Medical Valley er tær, gulleit olíulausn. Í einum pakka er:
Gulbrúnt hettuglas með brómóbútýltappa fyrir stungulyf, innsiglað með smelluloki úr áli og
appelsínugulum plastdiski.
Markaðsleyfishafi
Medical Valley Invest AB
Brädgårdsvägen 28
236 32 Höllviken
Svíþjóð
Framleiðandi
Laboratorios Farmalán, S.A.
Calle La Vallina, s/n,
Polígono Industrial Navatejera
24193- Villaquilambre, León
Spánn
Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2024.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:
Eiginleikar olíulausnarinnar geta breyst tímabundið við geymslu í kæli (t.d. meiri seigja, skýjuð
áferð). Ef lyfið er geymt í kæli á að láta það ná herbergishita eða líkamshita fyrir notkun.
Skoða skal lausnina fyrir notkun og aðeins skal nota hana ef hún er tær og laus við agnir.
Dæla skal innihaldi hettuglassins í vöðva strax eftir að hettuglasið hefur verið
opnað. Lyfið er einnota og farga skal ónotaðri lausn.
Lyfjagjöf:
Gæta skal sérstakrar varúðar til að forðast inndælingu í æð.
Eins og við á um allar olíulausnir má einungis gefa Testosteron Medical Valley í vöðva og það með
mjög hægri inndælingu. Örsegar vegna olíulausnar í lungum geta í mjög sjaldgæfum tilfellum leitt til
teikna og einkenna eins og hósta, mæði, slappleika, mikillar svitamyndunar, brjóstverkjar,
sundls, tilfinningaglapa eða yfirliðs. Viðbrögðin geta komið fram á meðan eða strax eftir inndælingu
og þau líða hjá. Meðferð felst aðallega í stuðningsmeðferð, t.d. með gjöf súrefnis.
Greint hefur verið frá grun um bráðaofnæmisviðbrögð eftir Testosteron Medical Valley inndælingu.
Aðvörun
Fylgjast skal vandlega með blöðruhálskirtli og brjóstum hjá sjúklingum sem fá testósterónmeðferð í
samræmi við viðurkenndar aðferðir (þreifing með fingrum um endaþarm og mat á PSA í sermi), að
minnsta kosti einu sinni á ári og tvisvar á ári hjá öldruðum sjúklingum og sjúklingum í áhættuhópi
(með klíníska eða fjölskyldubundna áhættuþætti).
Auk rannsóknarstofuprófana á styrk testósteróns hjá sjúklingum á langtíma andrógenmeðferð, á að
fylgjast reglulega með eftirfarandi rannsóknarstofugildum: Blóðrauða, blóðkornagildum, prófum á
lifrarstafsemi og fitubúskap.
Hjá sjúklingum sem eru með langvinna hjarta-, lifrar- eða nýrnabilun, eða blóðþurrðarsjúkdóm í
hjarta, getur meðferð með testósteróni valdið alvarlegum fylgikvillum sem lýsa sér með bjúg með eða
án hjartabilunar. Í slíkum tilfellum verður að stöðva meðferð tafarlaust.
Leiðbeiningar um meðferð hettuglasa:
Hettuglasið er eingöngu einnota. Dæla á innihaldi hettuglassins í vöðva strax eftir að það hefur verið
dregið upp í sprautuna. Þegar plasthettan (A) hefur verið fjarlægð á ekki að fjarlægja málmhringinn
(B) eða herptu hettuna (C).