Lyf fyrir menn

Stesolid - Tafla
Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: N05BA01
ATC Heiti: Diazepamum
Norrænt Vörunúmer: 074468
Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf.
Skráningardagsetning: 01.12.1972
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
Stesolid tilheyrir flokki benzódíazepína. Það hefur kvíðastillandi, róandi og vöðvaslakandi áhrif.
Þú getur notað Stesolid:
• gegn kvíða og óróleika.
• gegn vöðvastífni og vöðvakrampa (síbeygjukrampa).
• til meðferðar við fráhvörfum áfengissýki.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Þú getur notað Stesolid:
• gegn kvíða og óróleika.
• gegn vöðvastífni og vöðvakrampa (síbeygjukrampa).
• til meðferðar við fráhvörfum áfengissýki.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
Stesolid 2 mg og 5 mg töflur innihalda Virka innihaldsefnið er díazepam.
Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat, pólýsorbat 80, örkristallaður sellulósi, magnesíumsterat og
talkúm.
2 mg töflurnar innihalda einnig forhleypta maíssterkju.
5 mg töflurnar innihalda einnig kartöflusterkju og póvídón.
Lýsing á útliti Stesolid og pakkningastærðir
Útlit
Stesolid 2 mg er hvít tafla með deiliskoru og merkt „CCC“.
Stesolid 5 mg er hvít tafla með deiliskoru og merkt „CL-D“.
Pakkningastærðir
2 mg: 25 og 100 töflur.
5 mg: 25, 50 og 100 töflur.
5mg: þynnupakkað 7 stk.
Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.
Markaðsleyfishafi og framleiðandi
Markaðsleyfishafi
Actavis Group PTC ehf.
Dalshraun 1
220 Hafnarfjörður
Ísland
Framleiðandi
Balkanpharma - Dupnitsa AD, 3 Samokovsko Shosse Str., Dupnitsa 2600, Búlgaría
eða
Merckle GmbH, Graf-Acro-Str.3, 89079 Ulm, Þýskaland
eða
Teva Pharmaceuticals Works Private Limited Company, 13 Pallagi street, 4042 Debrecen,
Ungverjaland
Umboðsmaður á Íslandi:
Teva Pharma Iceland ehf.
Dalshraun 1
220 Hafnarfjörður
Ísland
Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júlí 2024.