Beint í efni
Mínar síður
Lyfjaskrá/
Simvastatin Bluefish - Filmuhúðuð tafla
Lyf fyrir menn
Simvastatin Bluefish-image

Simvastatin Bluefish - Filmuhúðuð tafla

Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: C10AA01
ATC Heiti: Simvastatinum
Norrænt Vörunúmer: 038494
Markaðsleyfishafi: Bluefish Pharmaceuticals AB
Skráningardagsetning: 01.02.2014
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
Simvastatin Bluefish inniheldur virka efnið simvastatin. Simvastatin Bluefish er lyf sem notað er til að
lækka gildi heildarkólesteróls, „slæms“ kólesteróls (LDL kólesteról) og ákveðinna fituefna sem kallast
þríglýseríð, í blóði. Að auki hækkar Simvastatin Bluefish gildi „góðs“ kólesteróls (HDL kólesteról).
Simvastatin Bluefish tilheyrir lyfjaflokki statína.

Kólesteról er eitt fjölmargra fituefna í blóði. Heildarkólesteról samanstendur aðallega af LDL- og
HDL-kólesteróli.

LDL-kólesteról er oft kallað „slæma kólesterólið“ því það getur hlaðist upp í slagæðum og myndað
fituskellur. Fituskellur geta með tímanum leitt til þrengingar slagæðanna. Þrengingin getur hægt á eða
stíflað blóðflæði til mikilvægra líffæra eins og hjarta og heila. Stíflun blóðflæðis getur valdið hjartaáfalli
eða slagi.

HDL-kólesteról er oft kallað „góða kólesterólið“ því það hindrar slæma kólesterólið í því að hlaðast upp í
slagæðum og verndar gegn hjartasjúkdómum.

Þríglýseríð eru önnur gerð fituefna í blóði sem getur aukið hættu á hjartasjúkdómum.

Þú átt að neyta fæðis sem stuðlar að lækkun kólesteróls meðan þú tekur þetta lyf.

Simvastatin Bluefish er notað sem viðbót við kólesteróllækkandi mataræði ef þú hefur:
• hækkað gildi kólesteróls í blóði (primary hypercholesterolaemin) eða hækkuð gildi þríglýseríða í
blóði
• arfgengt hátt gildi kólesteróls í blóði (arfhrein arfgeng kólesterólhækkun). Vera má að þörf sé á
annarri meðferð að auki.
• kransæðasjúkdóm eða ert í hættu á að fá kransæðasjúkdóm (þar sem þú hefur sykursýki eða hefur
sögu um slag eða aðra æðasjúkdóma). Simvastatin Bluefish getur lengt líf þitt með því að minnka
hættu á vandamálum vegna hjartasjúkdóma, óháð magni kólesteróls í blóði.

Hátt kólesteról hefur ekki nein bráð einkenni hjá flestu fólki. Læknirinn getur mælt kólesteról þitt með
einfaldri blóðmælingu. Þú átt að hitta lækninn reglulega, fylgjast með kólesteróli þínu í blóði og ræða
meðferðarmarkmið þín við lækninn.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
Simvastatin Bluefish inniheldur

Virka innihaldsefnið er simvastatin.
- Hver tafla inniheldur 10 mg af simvastatini.
- Hver tafla inniheldur 20 mg af simvastatini.
- Hver tafla inniheldur 40 mg af simvastatini.
- Hver tafla inniheldur 80 mg af simvastatini.

Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni:
Bútýlerað hýdroxýanisól (E320)
Askorbínsýra (E300)
Sítrónusýrueinhýdrat (E330)
Örkristallaður sellulósi (E460)
Forhleypt maíssterkja
Laktósaeinhýdrat
Magnesíumsterat (E470b)

Filmuhúð:
Hýprómellósi
Hydroxypropylsellulósi (E464)
Títantvíoxíð (E171)
Talkúm (E553b)
Gult járnoxíð (E172) – (10 og 20 mg styrkleikar)
Rautt járnoxíð (E172) – (10, 20, 40 og 80 mg styrkleikar)

Útlit Simvastatin Bluefish og pakkningastærðir

Filmuhúðuð tafla.

Simvastatin Bluefish 10 mg filmuhúðuð tafla:
Ljósbleik, hringlaga, tvíkúpt með „A“ greypt í aðra hliðina og „01“ greypt í hina hliðina.

Simvastatin Bluefish 20 mg filmuhúðuð tafla:
Ljósbleik, hringlaga, tvíkúpt með „A“ greypt í aðra hliðina og „02“ greypt í hina hliðina.

Simvastatin Bluefish 40 mg filmuhúðuð tafla:
Bleik, hringlaga, tvíkúpt með „A“ greypt í aðra hliðina og „03“ greypt í hina hliðina.

Simvastatin Bluefish 80 mg filmuhúðuð tafla:
Bleik, hringlaga, tvíkúpt með „A“ greypt í aðra hliðina og „04“ greypt í hina hliðina.

Simvastatin Bluefish 10, 20, 40 og 80 mg filmuhúðaðar töflur eru fáanlegar í þynnupakkningum með 10,
14, 28, 30, 50, 56, 84, 98 og 100 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi
Bluefish Pharmaceuticals AB
P.O. Box 49013
100 28 Stockholm
Svíþjóð

Framleiðandi
Bluefish Pharmaceuticals AB
Gävlegatan 22
113 30 Stockholm
Svíþjóð

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsingar um lyfið
Artasan ehf., sími: 414-9200, netfang: artasan@artasan.is

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:
Austurríki: Simvastatin Bluefish /40 mg Filmtabletten
Írland: Simvastatin Bluefish /40 mg film-coated tablets
Ísland: Simvastatin Bluefish / mg filmuhúðaðar töflur
Noregur: Simvastatin Bluefish /40 mg tabletter, filmdrasjerte
Portúgal: Simvastatina Bluefish
Pólland: Simvastatin Bluefish
Svíþjóð: Simvastatin Bluefish / mg filmdragerade tabletter
Þýskaland: Simvastatin Bluefish / mg Filmtabletten

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2023.