Beint í efni
Mínar síður
Lyfjaskrá/
RescueFlow - Stungulyf/innrennslislyf, lausn
Lyf fyrir menn
undefined-image-placeholder

RescueFlow - Stungulyf/innrennslislyf, lausn

Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: B05AA05
ATC Heiti: Dextranum
Norrænt Vörunúmer: 113982
Markaðsleyfishafi: Oresund Pharma ApS
Skráningardagsetning: 01.03.2017
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
RescueFlow inniheldur virku efnin dextran 70 og natríumklóríð.. Það er blóðvökvalíki sem eykur
blóðrúmmálið hratt í blóðrásarkerfinu og hjálpar við að hækka blóðþrýsting.

RescueFlow er notað við bráða aðstæður sem upphafsmeðferð við blóðmissi með
lækkuðum blóðþrýstingi vegna áverka.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
RescueFlow inniheldur
• Virku innihaldsefnin eru dextran 70 og natríumklóríð. 1.000 ml af lausn innihalda 60 g af dextrani
70 og 75 g af natríumklóríði.
• Önnur innihaldsefni eru saltsýra/natríumhýdroxíð til að stilla sýrustig og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti RescueFlow og pakkningastærðir

RescueFlow innrennslislyf, lausn er tær og litlaus lausn. Hún kemur fyrir í 250 ml poka sem er
umvafinn ytri, í poka pakkningum með 6 eða 12 pokum. Pokinn er með snúnings (twist-off) tengi og
röri úr PVC.

Markaðsleyfishafi

Oresund Pharma ApS
Orient Plads 1
2150 Nordhavn
Danmörk

Framleiðandi

Laboratoire Bioluz
Zone Industrielle de Jalday - BP 10129
64500 Saint Jean de Luz
Frakkland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2024.