Beint í efni
Mínar síður
Lyfjaskrá/
Quetiapin Actavis - Filmuhúðuð tafla
Lyf fyrir menn
Quetiapin Actavis-image

Quetiapin Actavis - Filmuhúðuð tafla

Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: N05AH04
ATC Heiti: Quetiapinum
Norrænt Vörunúmer: 073030
Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf.
Skráningardagsetning: 01.08.2013
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
Quetiapin Actavis inniheldur virka efnið quetiapín og tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru geðrofslyf,
sem draga úr einkennum vissra geðsjúkdóma.

Quetiapin Actavis er hægt að nota við alvarlegum sjúkdómum s.s.:

- Geðlægð í geðhvarfasjúkdómi (bipolar depression): Þú finnur fyrir dapurleika. Þú getur fundið
fyrir þunglyndi, fengið sektarkennd, verið orkulaus, misst matarlyst eða getur ekki sofið.
- Geðhæð: Þú finnur fyrir miklum æsingi, ofsakæti, uppnámi, ákafa eða ofvirkni eða þú hefur
slæma dómgreind, getur m.a. verið árásargjarn/gjörn eða truflandi.
- Geðklofa: Þú sérð, heyrir eða finnur fyrir hlutum sem ekki eru til staðar, trúir hlutum sem ekki
eru sannir eða finnur fyrir óeðlilegri tortryggni, kvíða, ert ráðvillt/ur, hefur sektarkennd, ert
spennt/ur eða finnur fyrir þunglyndi.

Læknirinn mun hugsanlega halda áfram að ávísa þér Quetiapin Actavis jafnvel þegar þér er farið að
líða betur.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.