Beint í efni
Mínar síður
Lyfjaskrá/
Metojectpen - Stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna
Lyf fyrir menn
undefined-image-placeholder

Metojectpen - Stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: L04AX03
ATC Heiti: Methotrexatum
Norrænt Vörunúmer: 037900
Markaðsleyfishafi: medac Gesellschaft für klinische Spezialpräparate GmbH
Skráningardagsetning: 01.01.2025
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
Metojectpen er ætlað til meðferðar við
• virkri iktsýki hjá fullorðnum sjúklingum.
• fjölliðagigtarformi af alvarlegri, virkri, sjálfvakinni barnaliðagigt, þegar svörun við
bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID) hefur reynst ófullnægjandi.
• í meðallagi alvarlegum eða alvarlegum psóríasis hjá fullorðnum sjúklingum, og alvarlegri
psoríasisgigt hjá fullorðnum.
• vægum eða í meðallagi alvarlegum Crohns sjúkdómi hjá fullorðnum sjúklingum þegar ekki er
mögulegt að veita viðunandi meðferð með öðrum lyfjum.

Iktsýki er langvinnur kollagensjúkdómur sem einkennist af bólgu í liðhimnum (slímhimnum liða).
Þessar himnur framleiða vökva sem verkar sem smurning fyrir mörg liðamót. Bólgan veldur þykknun
á himnunni og bólgu í liðnum.

Barnaliðagigt leggst á börn og unglinga yngri en 16 ára. Tilefni er til að tala um fjölliðagigtarform ef
einkenna verður vart í 5 eða fleiri liðum á fyrstu 6 mánuðum sjúkdómsins.

Psóríasis er algengur, langvinnur húðsjúkdómur, sem einkennist af rauðum skellum, sem eru þaktar
þykku, þurru, silfurlituðu og viðloðandi hreistri.

Psóríasisgigt er tegund af gigt með psóríasissárum á húð og nöglum, einkum við fingur- og táliði.

Metojectpen breytir og hægir á framvindu sjúkdómsins.

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:

Crohns sjúkdómur er tegund bólgusjúkdóms í þörmum sem kann að hafa áhrif á einhvern hluta
meltingarvegar og valda einkennum á borð við kviðverki, niðurgang, uppköst eða þyngdartap.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
Metojectpen inniheldur
• Virka innihaldsefnið er metótrexat.
1 áfylltur lyfjapenni með 0,15 ml af lausn inniheldur 7,5 mg metótrexat.
1 áfylltur lyfjapenni með 0,2 ml af lausn inniheldur 10 mg metótrexat.

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
1 áfylltur lyfjapenni með 0,25 ml af lausn inniheldur 12,5 mg metótrexat.
1 áfylltur lyfjapenni með 0,3 ml af lausn inniheldur 15 mg metótrexat.
1 áfylltur lyfjapenni með 0,35 ml af lausn inniheldur 17,5 mg metótrexat.
1 áfylltur lyfjapenni með 0,4 ml af lausn inniheldur 20 mg metótrexat.
1 áfylltur lyfjapenni með 0,45 ml af lausn inniheldur 22,5 mg metótrexat.
1 áfylltur lyfjapenni með 0,5 ml af lausn inniheldur 25 mg metótrexat.
1 áfylltur lyfjapenni með 0,55 ml af lausn inniheldur 27,5 mg metótrexat.
1 áfylltur lyfjapenni með 0,6 ml af lausn inniheldur 30 mg metótrexat.
• Önnur innihaldsefni eru natríumklóríð, natríumhýdroxíð, saltsýra til að stilla sýrustig og vatn
fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Metojectpen og pakkningastærðir
Lyfið er afgreitt sem stungulyf, lausn, áfylltur lyfjapenni.
Lausnin er tær og gulbrún.

<Aðeins fyrir pakkningar sem innihalda BD penna>
Metojectpen áfylltur lyfjapenni er þriggja þrepa sjálfvirkt inndælingartæki með gulu loki og gulum
inndælingarhnappi.

<Aðeins fyrir pakkningar sem innihalda YpsoMate penna>
Metojectpen áfylltur lyfjapenni er tveggja þrepa sjálfvirkt inndælingartæki með hálfgagnsæju
hlífðarloki og blárri nálarhlíf.

Í boði eru eftirfarandi pakkningastærðir:

Metojectpen fæst í pakkningum með 1, 2, 4, 5, 6, 10, 11, 12, 14, 15 og 24 áfylltum lyfjapennum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

medac
Gesellschaft für klinische Spezialpräparate mbH
Theaterstr. 6
22880 Wedel
Þýskaland
Sími: +49 4103 8006 0
Bréfsími: +49 4103 8006 100


Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins og í Bretlandi (Norður-
Írland) undir eftirfarandi heitum:

Austurríki, Bretland (Norður-Írland), Finnland, Grikkland, Holland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn,
Tékkland, Ungverjaland:
Metoject PEN

Ísland, Svíþjóð:
Metojectpen

Þýskaland:
metex PEN

Eistland, Lettland, Litháen, Noregur:
Metex

Pólland, Portúgal:

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
Metex PEN

Danmörk:
Metex Pen

Belgía:
Metoject

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2024.

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
<Aðeins fyrir pakkningar sem innihalda BD penna>

Notkunarleiðbeiningar

Ráðleggingar
➢ Lesið leiðbeiningarnar hér fyrir neðan vandlega áður en inndæling er hafin.
➢ Notið ávallt inndælingaraðferðina sem ráðlögð er af lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum.

Viðbótarupplýsingar
Meðhöndlun og förgun lyfsins og áfyllta lyfjapennans á að fara fram í samræmi við gildandi reglur á
hverjum stað. Þungað heilbrigðisstarfsfólk má ekki handleika og/eða gefa Metojectpen.

Metótrexat má ekki að komast í snertingu við húð- eða slímhúðaryfirborð. Í mengunartilviki verður að
skola viðkomandi svæði tafarlaust með ríkulegu magni af vatni.


Íhlutir áfyllts Metojectpen lyfjapenna:






Inndælingarhnappur.


Snertisvæði.


Glært eftirlitssvæði.

Lok


a) Með loki áður en inndæling fer fram.

b) Eftir að lok hefur verið fjarlægt og áður en inndæling fer
fram.

c) Eftir inndælingu

Það sem gera þarf áður en stungulyfið er gefið

1. Þvoið hendur afar vandlega.
2. Fjarlægið búnaðinn úr umbúðunum.
3. Skoðið áfyllta Metojectpen lyfjapennann áður en hann er notaður:

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:


Ef áfyllti Metojectpen lyfjapenninn virðist vera skemmdur
má ekki nota hann. Notið annan lyfjapenna og hafið
samband við lækninn, lyfjafræðing eða
hjúkrunarfræðinginn.

Þótt lítil loftbóla sé sýnileg gegnum glæra eftirlitssvæðið
hefur það engin áhrif á skammtinn og það er heldur ekki
skaðlegt fyrir þig.

Ef þú ert ekki fær um að sjá eða skoða búnaðinn á
fullnægjandi hátt áður en þú sprautar þig skaltu biðja
einhvern umhverfis þig um aðstoð.

4. Leggðu áfyllta Metojectpen lyfjapennann á hreinan og sléttan flöt (t.d. borð).

Æskilegir inndælingarstaðir


Æskilegustu inndælingarsvæðin eru:
- lærin ofanverð,
- kviður, að undanskildu svæðinu kringum nafla.

• Ef einhver umhverfis þig sér um að sprauta lyfinu fyrir
þig, má einnig nota efsta hluta svæðisins á aftanverðum
armi, rétt fyrir neðan öxl.
• Breyttu um stungustað við hverja sprautun. Það
lágmarkar viðbrögð á stungustað.
• Aldrei má sprauta lyfinu á svæðum þar sem húðin er
aum, marin, rauð eða hörð eða þar sem fyrir hendi eru
ör eða húðslit. Ef þú ert með psóríasis ber þér ekki að
reyna að sprauta beint inn í upphækkaðar, þykkar,
rauðar eða hreistraðar húðskellur eða meinsemdir.
Undirbúningur inndælingarinnar





5. Veldu stungustað og hreinsaðu húðina á völdum
stungustað og svæðið umhverfis hann.









• Ekki má fjarlægja lokið fyrr en allt er til reiðu til
inndælingar.

6. Haltu um snertisvæðið á áfyllta lyfjapennanum með
annarri hendinni þannig að lokið snúi beint upp á við.
Notaðu hina höndina til að draga lokið varlega beint
af lyfjapennanum (ekki beygja lokið eða snúa upp á
það). Á lokinu er lítil nálarhlíf sem ætti að fara
sjálfkrafa af með lokinu. Ef nálarhlífin losnar ekki af
ber að nota annan lyfjapenna og hafa samband við
lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn.
• Ef þú getur ekki fjarlægt lokið skaltu leita aðstoðar hjá
einhverjum umhverfis þig.

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:

Ath.: Um leið og lokið hefur verið fjarlægt ber að sprauta lyfinu tafarlaust inn.



7. Notaðu lausu höndina til að búa til húðfellingu með
því að klípa hreinsaða húðsvæðið á stungustaðnum
varlega saman.
• Halda verður áfram að klípa húðfellinguna saman þar til
áfyllti Metojectpen lyfjapenninn hefur verið fjarlægður
af húðinni eftir inndælinguna.


8. Haltu hinum loklausa og glæra enda áfyllta
Metojectpen lyfjapennans lóðrétt á húðfellinguna.
9. Án þess að þrýsta á hnappinn skaltu því næst þrýsta
áfyllta Metojectpen lyfjapennanum þétt niður á húðina
til að aflæsa hnappinn.
• Ef þú getur ekki þrýst áfyllta Metojectpen
lyfjapennanum niður á húðina þar til hann stöðvast
skaltu leita aðstoðar hjá einhverjum umhverfis þig.

Aðferð við inndælingu:



10. Haltu áfyllta Metojectpen lyfjapennanum þétt að
húðinni og þrýstu því næst á hnappinn með
þumlinum.

11. Þú munt heyra smell sem gefur til kynna að inndæling
sé hafin. Haltu áfram að þrýsta lyfjapennanum að
upplyftri húðinni þar til öllu lyfinu hefur verið dælt
inn. Þetta getur tekið allt að 5 sekúndur.

Ath.:
Ekki má fjarlægja áfyllta Metojectpen lyfjapennann af húðinni áður en inndælingu er lokið til að forðast
að sprauta aðeins hluta af lyfinu.
Ef inndæling ræsist ekki skal sleppa hnappnum, gæta þess að áfyllta Metojectpen lyfjapennanum sé
haldið þétt að húðinni og þrýsta fast niður á hnappinn.
Ef heyrn þín er ekki sem skyldi skaltu telja 5 sekúndur frá því augnabliki þegar þú þrýstir á hnappinn og
lyfta síðan áfyllta Metojectpen lyfjapennanum af stungustaðnum.

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:

12. Fjarlægðu áfyllta Metojectpen lyfjapennann af
stungustaðnum í lóðrétta stefnu frá húðinni (togaðu
hann upp).

13. Varnarhlífin færist sjálfkrafa á sinn stað yfir nálina.
Varnarhlífin læsist þá og nálin er varin.

14. Verði vart við örlitla blæðingu ber að nota plástur.

Áður en áfyllta Metojectpen lyfjapennanum er fargað skal
skoða hvort vökvi er eftir í lyfjapennanum, við neðri brún
glæra eftirlitssvæðisins.
Ef vökvi er eftir í lyfjapennanum hefur heildarskammtinum
af lyfinu ekki verið dælt rétt inn og þá ber að leita ráða hjá
lækninum.


Ath.:
Til að forðast áverka má aldrei stinga fingrum inn í opið á verndarhlífinni sem hylur nálina. Ekki
má eyðileggja lyfjapennann.

Í neyðartilviki ber að hafa samband við eftirfarandi aðila

➢ Ef þú ert með vandamál eða spurningu skaltu hafa samband við lækninn, lyfjafræðing eða
hjúkrunarfræðinginn.
➢ Ef þú eða einhver umhverfis þig fær áverka af nálinni skal samstundis hafa samband við lækninn
og farga áfyllta Metojectpen lyfjapennanum.

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
<Aðeins fyrir pakkningar sem innihalda YpsoMate penna>

NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Notkunarleiðbeiningarnar innihalda upplýsingar um hvernig framkvæma skuli inndælingu með
Metojectpen áfyllta lyfjapennanum.

Lestu notkunarleiðbeiningarnar til enda áður en þú notar áfyllta lyfjapennann til inndælingar
undir húð. Lestu notkunarleiðbeiningar í hvert sinn sem þú færð nýjan lyfseðil og geymdu þær
til þess að þú getir nálgast upplýsingar sem þú gætir þurft eftir notkun.

Þegar þú færð nýtt lyf eða nýjan skammt af lyfi skaltu alltaf ganga úr skugga um að það sé í samræmi
við ávísun læknisins. Áður en þú notar pennann á heilbrigðisstarfsmaðurinn að sýna þér eða
umönnunaraðila þínum hvernig nota skuli pennann á réttan hátt.
Þú mátt ekki nota pennann nema heilbrigðisstarfsmaðurinn hafi kennt þér hvernig nota skuli
pennann. Ef þú eða umönnunaraðilinn hafið einhverjar spurningar skaltu hafa samband við
heilbrigðisstarfsmanninn.

Mikilvægar upplýsingar fyrir þig áður en þú framkvæmir inndælingu með
Metojectpen áfyllta lyfjapennanum
Þú mátt aðeins framkvæma inndælingu með Metojectpen áfyllta lyfjapennanum einu sinni í
viku og alltaf á sama vikudegi.
Þú mátt ekki framkvæma inndælingu eða handleika lyfið ef þú ert þunguð.

• Geymdu pennann á öruggum stað þar sem börn hvorki ná til né sjá.
• Ef þú kemst í snertingu við lyfið skaltu skola viðkomandi svæði strax með miklu vatni.

Þú mátt ekki fjarlægja hlífðarlokið fyrr en komið er að inndælingu.
Þú mátt ekki deila pennanum með öðrum.
Þú mátt ekki nota pennann ef:
• hann hefur fallið á hart yfirborð eða virðist vera skemmdur.
• tæra gula lausnin er upplituð, lítur út fyrir að vera skýjuð eða inniheldur agnir.
• hún hefur frosið eða verið geymd við hærri hita en 25 °C.
• ef fyrningardagsetningin er liðin.
Ef þú ert ekki viss skaltu hafa samband við heilbrigðisstarfsmanninn.

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
Hvernig geyma á Metojectpen áfyllta pennann
• Geymið við lægri hita en 25 °C.
• Flytjið og geymið áfylltu lyfjapennana í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.
• Geymið pennann á öruggum stað þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Má ekki frjósa.
Geymið við lægri hita en 25 °C.

Metojectpen áfyllti lyfjapenninn (mynd A)
Metojectpen áfyllti lyfjapenninn er tveggja þrepa, einnota, sjálfvirkt inndælingartæki með föstum
skammti. Það er fáanlegt með 10 mismunandi skömmtum, allt frá 7,5 mg til 30 mg.

Fyrir
notkun
Eftir notkun
Hlífðarlok
(hálfgagnsætt)
Skoðunargluggi
(gult lyf innan í)
Stimpill
(staðsetning er mismunandi
eftir ávísuðum skammti)

7,5 mg 15 mg 30 mg
(dæmi um skammta)
Litakóðað svæði
(mismunandi fyrir hvern
skammt)

Blá nálarhlíf
(læsist eftir inndælingu, nál
innan í)
Hlífðarlok
(nálarhlíf
innan í)

Blá stimpilstöng
(gefur til kynna að
inndælingunni sé lokið)
Merkimiði lyfsins
(til að athuga skammt og
fyrningardagsetningu)
Mynd A



Fyrningardagsetning

Fyrningardagsetning

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
Nauðsynlegur búnaður fyrir inndælinguna (mynd B)
Þegar komið er að vikulega inndælingardeginum skaltu finna þægilegan stað, ganga úr skugga um að
svæðið sé vel upplýst og að þú hafir hreinan sléttan flöt, eins og borð, til að nota fyrir
inndælingarbúnaðinn.
Þú þarft:
• Metojectpen áfyllta pennann.

Gakktu úr skugga um að eftirfarandi viðbótarbúnaður sé tiltækur fyrir inndælinguna, þar sem hann
fylgir ekki með í pakkningunni:
• dagatal til að athuga vikulega inndælingardaginn,
• húðhreinsiefni eins og sótthreinsunarspritt, eða vatn og sápa ef slíkt er ekki tiltækt,
• bómullarhnoðra eða grisju til að meðhöndla stungustaðinn,
• ílát til förgunar í samræmi við staðbundnar kröfur.


Dagatal sem sýnir
vikulegan
inndælingardag
Metojectpen
áfylltur lyfjapenni
Húðhreinsiefni Bómullarhnoðri
eða grisja
Ílát til
förgunar
Mynd B

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
Undirbúðu inndælinguna
1. Þvoðu hendurnar og taktu pennann úr
umbúðunum (mynd C)
• Þvoðu hendurnar með sápu og vatni.
• Taktu pennann varlega úr öskjunni.

Þú mátt ekki fjarlægja hlífðarlokið fyrr en
komið er að inndælingu.



Mynd C

2. Skoðaðu pennann fyrir notkun (mynd D)
Skoðaðu heiti lyfsins og skammtinn á
pennanum vandlega og staðfestu að þú sért með
rétt lyf. Ef þú sérð ekki nægilega vel skaltu
biðja einhvern um aðstoð.
• Skoðaðu fyrningardagsetninguna á
merkimiða pennans.
• Þú mátt ekki nota pennann ef hann er
útrunninn.
• Skoðaðu lyfið í gegnum skoðunargluggann
með því að snúa pennanum á hvolf eða
hrista hann varlega. Lyfið inni í pennanum
á að vera glært og gult að lit.
▪ Þú mátt ekki framkvæma
inndælingu ef lausnin virðist vera
skýjuð eða mislituð eða ef hún
inniheldur agnir.
▪ Eðlilegt er að sjá eina eða fleiri
loftbólur. Ekki reyna að fjarlægja
þær.
▪ Þú gætir séð kvarða í glugganum;
þú þarft ekki að hugsa um það.
• Gakktu úr skugga um að penninn sé ekki
skemmdur og að lokið sé vel fest á. Ekki
nota pennann ef hann lítur út fyrir að vera
skemmdur, ef lokið hefur verið fjarlægt eða
ef það er ekki vel fest á.

Ef penninn er útrunninn, virðist skemmdur

Mynd D

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
eða lítur ekki út eins og búist var við skaltu
ekki nota hann og hafa samband við
heilbrigðisstarfsmanninn.
Leggðu pennann varlega á hreinan sléttan flöt
eins og borð, áður en þú framkvæmir næstu
skref.

3. Veldu stungustað (mynd E)
• Þú getur sprautað þig í:
▪ lærin ofanverð,
▪ neðri hluta kviðarins að undanskildu 5 cm svæði umhverfis naflann.
• Ef umönnunaraðili gefur þér inndælinguna getur hann einnig notað svæðið aftan á
upphandleggnum.
• Notaðu annan stað en þú notaðir við síðustu inndælingu.

Þegar stungustaður er valinn:
Þú mátt ekki sprauta í aðra líkamshluta.
Þú mátt ekki sprauta í húð sem er marin, viðkvæm, hreistruð, rauð eða hörð.
Þú mátt ekki sprauta í fæðingarbletti, ör eða húðslit.
Þú mátt ekki sprauta í gegnum föt.

Mynd E


Staður aðeins
fyrir
umönnunaraðila
Staður aðeins
fyrir
umönnunaraðila

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
4. Hreinsaðu stungustaðinn (mynd F)
• Hreinsaðu stungustaðinn með
sótthreinsunarspritti, ef það er ekki tiltækt
má nota vatn og sápu.
• Leyfðu húðinni að loftþorna.

Þú mátt ekki nota viftu eða blása á hreina
svæðið.
Þú mátt ekki snerta stungustaðinn á ný fyrr en
þú hefur lokið inndælingunni.

Mynd F

Framkvæmdu inndælinguna
5. Fjarlægðu lokið (mynd G)
Þú mátt ekki fjarlægja hlífðarlokið fyrr en
komið er að inndælingu.

Þú mátt ekki reyna að setja lokið aftur á
pennann þegar það hefur verið fjarlægt.

• Haltu pennanum þannig að lokið vísi upp á
við og dragðu lokið beint af pennanum.
Þú mátt ekki beygja eða snúa lokinu á
meðan þú dregur það af.
• Fargaðu lokinu strax.
• Þú gætir tekið eftir litlum dropum af lyfinu.
Þetta er eðlilegt.
• Framkvæmdu inndælinguna strax og lokið
hefur verið fjarlægt.
Þú mátt ekki snerta bláa nálarlokið með
fingrunum. Sé bláa nálarlokið snert, getur það
komið inndælingunni af stað fyrir slysni og
valdið meiðslum.

Mynd G

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
6. Staðsettu pennann (mynd H)
• Leggðu bláu nálarhlífina án loks að
húðinni með 90 gráðu horni þannig að
skoðunarglugginn snúi að þér, svo þú sjáir
hann.
• Þér gæti fundist betra að mynda
húðfellingu með því að klípa húðina
umhverfis stungustaðinn varlega saman
með þumalfingri og vísifingri fyrir
inndælinguna, en það er ekki nauðsynlegt
fyrir þennan penna.
Mynd H

7. Byrjaðu inndælinguna (mynd I)
• Þrýstu pennanum alla leið niður til að hefja
inndælinguna. Þetta veldur því að bláa
nálarhlífin rennur upp í pennann og
inndælingin hefst sjálfkrafa.
• Fyrsti „smellurinn“ gefur til kynna upphaf
inndælingarinnar. Bláa stimpilstöngin mun
færast niður.
• Haltu pennanum áfram að húðinni þar til
öllu lyfinu hefur verið dælt inn.
Þú mátt ekki breyta staðsetningu pennans eftir
að inndælingin er hafin.


Mynd I
8. Haltu pennanum á sínum stað til að ljúka
inndælingunni (mynd J)
• Haltu pennanum áfram að húðinni.
• Inndælingunni er lokið þegar:
✓ þú heyrir annan „smell“ skömmu eftir
þann fyrsta
✓ eða: bláa stimpilstöngin er hætt að
hreyfast og fyllir út í skoðunargluggann.
✓ eða: 5 sekúndur eru liðnar.
Þú mátt ekki fjarlægja pennann fyrr en að
minnsta kosti 5 sekúndur eru liðnar.


Mynd J
Fyrsti
smellur
5 sek.
Annar
smellur

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
9. Ljúktu inndælingunni (mynd K)
• Fjarlægðu pennann með því að toga hann
beint upp frá stungustaðnum.
• Bláa nálarhlífin færist sjálfkrafa á sinn stað
yfir nálinni. Að því loknu læsist bláa
nálarhlífin.
• Skoðaðu skoðunargluggann með tilliti til
gulra lyfjaleifa inni í pennanum.
Ef þú getur enn séð gult lyf í glugganum getur
verið að þú hafir ekki fengið allan skammtinn.
Ef þetta gerist eða ef þú hefur einhverjar
áhyggjur skaltu hafa samband við
heilbrigðisstarfsmanninn.
Þú mátt ekki snerta bláu nálarhlífina eftir
inndælinguna. Það getur valdið meiðslum.

Mynd K


Eftir inndælinguna
10. Meðhöndlaðu stungustaðinn (mynd L)
• Þú gætir tekið eftir litlum blóðdropa á
stungustaðnum. Þetta er eðlilegt. Þrýstu
bómullarhnoðra eða grisju á svæðið ef þörf
krefur.
• Þú getur sett lítinn plástur á stungustaðinn ef
þörf krefur.

Þú mátt ekki nudda stungustaðinn.


Mynd L
11. Fargaðu pennanum (mynd M)
Aðeins má nota hvern penna einu sinni. Þú mátt
ekki setja lokið aftur á pennann.

Geymdu notaða pennann og hlífðarlokið þar
sem börn hvorki ná til né sjá.

• Fargaðu lokinu og pennanum strax eftir
notkun.
Aðferðin við förgun lyfsins og áfyllta
lyfjapennans þarf að vera í samræmi við

Mynd M

pal (IS) Metojectpen solution for injection in pre-filled pen
National version:
gildandi reglur.

• Fleygðu notuðum búnaði með
heimilissorpi. Pappírsöskjuna má endurvinna.

Fargaðu áfylltum Metojectpen lyfjapennum
sem eru útrunnir, ekki er lengur þörf á eða eru
á annan hátt ónothæfir á öruggan hátt.