Beint í efni
Mínar síður
Lyfjaskrá/
Metformin Actavis - Filmuhúðuð tafla
Lyf fyrir menn
undefined-image-placeholder

Metformin Actavis - Filmuhúðuð tafla

Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: A10BA02
ATC Heiti: Metforminum
Norrænt Vörunúmer: 405998
Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf.
Skráningardagsetning: 01.11.2014
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
Hvað er Metformin Actavis
Metformin Actavis inniheldur metformin sem er lyf til meðferðar á sykursýki. Það tilheyrir hópi lyfja
sem nefnast bígvaníð.

Insúlín er hormón sem framleitt er af briskirtli og gerir líkamanum kleyft að taka upp glúkósa (sykur)
úr blóðinu. Líkaminn notar glúkósa til að framleiða orku eða geymir hann til að nota síðar.

Ef þú ert með sykursýki framleiðir briskirtillinn ekki nægilega mikið insúlín eða líkaminn getur ekki
nýtt á réttan hátt það insúlín sem hann framleiðir. Þetta leiðir til mikils styrks glúkósa í blóðinu.
Metformin Actavis hjálpar til við að lækka glúkósa í blóði og gera styrk hans eins eðlilegan og unnt er.

Ef þú ert fullorðinn einstaklingur yfir kjörþyngd getur taka Metformin Actavis í lengri tíma einnig
dregið úr hættu á fylgikvillum sykursýki. Metformin hefur verið tengt við annaðhvort stöðuga
líkamsþyngd eða hóflegt þyngdartap.

Við hverju er Metformin Actavis notað
Metformin Actavis er notað til meðhöndlunar hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 (einnig nefnd
„insúlínóháð sykursýki“) þegar mataræði og hreyfing nægja ekki til að stjórna glúkósastyrk í blóði.
Það er einkum notað hjá sjúklingum í yfirþyngd.

Fullorðnir geta tekið Metformin Actavis eitt sér eða ásamt öðrum lyfjum til meðferðar á sykursýki (lyf
sem tekin eru inn um munn eða insúlín).

Börn sem eru 10 ára og eldri og unglingar geta tekið Metformin Actavis eitt sér eða með insúlíni.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
Metformin Actavis inniheldur

- Virka innihaldsefnið er metforminhýdróklóríð.
Metformin Actavis 500 mg: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg metforminhýdróklóríð
sem samsvarar 390 mg af metforminbasa.
Metformin Actavis 850 mg: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 850 mg metforminhýdróklóríð
sem samsvarar 662,9 mg af metforminbasa.
Metformin Actavis 1000 mg: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 1000 mg metforminhýdróklóríð
sem samsvarar 780 mg af metforminbasa.

- Önnur innihaldsefni eru:
Töflukjarni:póvídon, sterínsýra, vatnsfrí kísilkvoða
Filmuhúð: hýprómellósi, títantvíoxíð (E171), makrógól

Lýsing á útliti Metformin Actavis og pakkningastærðir
500 mg: Hvít, kringlótt, tvíkúpt, filmuhúðuð tafla merkt með „MF“ á annarri hliðinni.
850 mg: Hvít, kringlótt, tvíkúpt, filmuhúðuð tafla merkt með „MH“ á annarri hliðinni.
1.000 mg: Hvít, hylkjalaga, tvíkúpt, filmuhúðuð tafla með skoru á annarri hliðinni og merkt með „M“
og „T“ hvoru megin við skoruna. Töflunni má skipta í jafna skammta.

Þynnupakknigar
500 mg töflur: 30, 40, 50, 60, 84, 90, 100, 120, 200 filmuhúðaðar töflur
850 mg töflur: 30, 50, 56, 60, 90, 100, 120 filmuhúðaðar töflur
1.000 mg töflur: 20, 30, 50, 60, 90, 100, 120, 180, 200, 400 filmuhúðaðar töflur

Töfluglös
500 mg töflur: 30, 40, 90, 100, 200, 250 filmuhúðaðar töflur
850 mg töflur: 30, 90, 100, 250 filmuhúðaðar töflur
1.000 mg töflur: 20, 30, 60, 90, 100, 180, 200, 250, 400, 500 filmuhúðaðar töflur

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi
Actavis Group PTC ehf
Dalshraun 1
220 Hafnarfjörður
Ísland

Framleiðandi
Balkanpharma – Dupnitsa AD
3, Samokovsko Shose Str., 2600 Dupnitsa
Búlgaría

Umboðsmaður á Íslandi
Teva Pharma Iceland ehf.
Dalshraun 1
220 Hafnarfjörður

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2025.