Beint í efni
Mínar síður
Lyfjaskrá/
Etoricoxib Krka - Filmuhúðuð tafla
Lyf fyrir menn
undefined-image-placeholder

Etoricoxib Krka - Filmuhúðuð tafla

Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: M01AH05
ATC Heiti: Etoricoxibum
Norrænt Vörunúmer: 163967
Markaðsleyfishafi: Krka d.d. Novo mesto
Skráningardagsetning: 01.08.2017
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
Hvað er Etoricoxib Krka
- Etoricoxib Krka inniheldur virka efnið etoricoxib. Etoricoxib Krka tilheyrir hópi lyfja sem
kallast sértækir COX-2 hemlar. Þeir tilheyra flokki lyfja sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf sem
ekki eru sterar (NSAID lyf).

Við hverju er Etoricoxib Krka notað
- Etoricoxib Krka hjálpar til við að draga úr verk og þrota (bólgu) í liðum og vöðvum hjá fólki
sem er 16 ára og eldra og er með slitgigt, liðagigt, hryggikt eða þvagsýrugigt.

- Etoricoxib Krka er einnig notað sem skammtíma meðferð við miðlungi miklum verkjum eftir
tannaðgerð hjá fólki sem er 16 ára og eldra.

Hvað er slitgigt?
Slitgigt er sjúkdómur í liðum. Hún er af völdum hægfara eyðingar á brjóski sem klæðir beinendana.
Þetta veldur þrota (bólgu), verkjum, eymslum, stífleika og hreyfihömlun.

Hvað er liðagigt?
Liðagigt er langvinnur bólgusjúkdómur í liðum sem veldur verkjum, stífleika, þrota og vaxandi
hreyfihömlun í þeim liðum sem hún hefur áhrif á. Hún getur líka valdið bólgu á öðrum svæðum í
líkamanum.

Hvað er þvagsýrugigt?
Þvagsýrugigt er sjúkdómur með bráðum, endurteknum, mjög kvalarfullum bólguköstum og roða í
liðum. Þvagsýrugigt stafar af uppsöfnun þvagsýrukristalla í liðnum.

Hvað er hrygggikt?
Hrygggikt er bólgusjúkdómur í hrygg og stórum liðum.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
Etoricoxib Krka inniheldur
- Virka innihaldsefnið er etoricoxib.
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 30 mg, 60 mg, 90 mg eða 120 mg af etoricoxibi.
- Önnur innihaldsefni eru: örkristallaður sellulósi, kalsíum hýdrógenfosfat, natríum
kroskarmellósi, natríum sterýlfúmarat, vatnsfrí kísilkvoða í töflukjarnanum og pólývínýl
alkóhól, títan tvíoxíð (E171), makrógól 3000, talkúm, gult járnoxíð (E172) (í Etoricoxib Krka
60 mg filmuhúðuðum töflum) og rautt járnoxíð (E172) (í Etoricoxib Krka 90 mg og 120 mg
filmuhúðuðum töflum) í filmuhúð. Sjá kafla 2 „Etoricoxib Krka inniheldur natríum“.

Lýsing á útliti Etoricoxib Krka og pakkningastærðir
Etoricoxib Krka filmuhúðaðar töflur (töflur) eru fáanlegar í fjórum styrkleikum:
Etoricoxib Krka 30 mg filmuhúðaðar töflur: hvítar eða nánast hvítar, kringlóttar (þvermál: 6 mm),
lítillega tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur með skábrúnum.
Etoricoxib Krka 60 mg filmuhúðaðar töflur: lítillega brúngular, kringlóttar (þvermál: 8 mm), tvíkúptar,
filmuhúðaðar töflur með skábrúnum, ígreyptar með „60“ á annarri hlið töflunnar.
Etoricoxib Krka 90 mg filmuhúðaðar töflur: bleikar, kringlóttar (þvermál: 9 mm), tvíkúptar,
filmuhúðaðar töflur með skábrúnum, ígreyptar með „90“ á annarri hlið töflunnar.
Etoricoxib Krka 120 mg filmuhúðaðar töflur: rauðbrúnar, kringlóttar (þvermál: 10 mm), lítillega
tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur með skábrúnum, með deiliskoru á annarri hlið töflunnar. Skoran í
töflunni er ekki ætluð til að brjóta hana.

Etoricoxib Krka 30 mg filmuhúðaðar töflur
Öskjur með 7, 14, 28, 30, 56, 60, 84, 98 eða 100 töflum í þynnum eru fáanlegar.
Etoricoxib Krka 60 mg filmuhúðaðar töflur
Öskjur með 7, 14, 20, 28, 30, 50, 56, 60, 84, 98 eða 100 töflum í þynnum eru fáanlegar.
Etoricoxib Krka 90 mg filmuhúðaðar töflur
Öskjur með 5, 7, 14, 20, 28, 30, 50, 56, 60, 84, 98 eða 100 töflum í þynnum eru fáanlegar.
Etoricoxib Krka 120 mg filmuhúðaðar töflur
Öskjur með 5, 7, 14, 20, 28, 30, 50, 56, 60, 84, 98 eða 100 töflum í þynnu eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi
KRKA, d.d., Novo mesto
Šmarješka cesta 6
8501 Novo mesto
Slóvenía

Framleiðandi
KRKA, d.d., Novo mesto
Šmarješka cesta 6
8501 Novo mesto
Slóvenía

TAD Pharma GmbH,
Heinz-Lohmann-Straβe 5

27472 Cuxhaven
Þýskaland

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

LYFIS ehf.
Sími: 534 3500
Netfang: lyfis@lyfis.is


Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2021.