Lyf fyrir menn

Elocon - Krem
Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: D07AC13
ATC Heiti: Mometasonum
Norrænt Vörunúmer: 082548
Markaðsleyfishafi: N.V. Organon
Skráningardagsetning: 01.02.2014
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
– Elocon krem inniheldur nýrnahettubarkarhormón með sterkri verkun.
– Elocon dregur úr þrota og ertingu, þegar um bólgu er að ræða sem ekki er af völdum baktería,
veira eða sveppa. Þannig dregur úr útbreiðslu útbrota, exems eða psóríasis.
– Nota má Elocon til meðferðar á ýmsum gerðum af exemi og psóríasis.
– Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en
tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á
merkimiða frá lyfjabúð.
– Elocon dregur úr þrota og ertingu, þegar um bólgu er að ræða sem ekki er af völdum baktería,
veira eða sveppa. Þannig dregur úr útbreiðslu útbrota, exems eða psóríasis.
– Nota má Elocon til meðferðar á ýmsum gerðum af exemi og psóríasis.
– Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en
tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á
merkimiða frá lyfjabúð.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
Elocon 1 mg/g (0,1%) krem inniheldur: – Virka innihaldsefnið er mometasonfuroat.
– Önnur innihaldsefni eru: hvítt mjúkt parafín (inniheldur alfa tókóferól), hexýlenglýkól, hert
fosfatidýlkólín (úr sojabaunum), óþynnt fosfórsýra, hreinsað vatn, hvítt býflugnavax,
alúminíumsterkjuoctenýlsúkkín, títantvíoxíð (E 171).
Lýsing á útliti Elocon krems og pakkningastærðir
Útlit
Elocon krem er hvítt/beinhvítt krem með jafnri áferð.
Pakkningastærðir:
Krem: 5g, 15g, 20 g, 30 g, 50 g og 100 g túpur.
Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.
Markaðsleyfishafi og framleiðandi
Markaðsleyfishafi:
N.V. Organon, Kloosterstraat 6, 5349 AB Oss, Holland.
Framleiðendandi:
Organon Heist bv, Industriepark 30, 2220 Heist-op-den-Berg, Belgía.
Umboð á Íslandi:
Vistor hf.
Sími 535 7000
Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2025.