Beint í efni
Mínar síður
Lyfjaskrá/
Doloproct - Endaþarmskrem
Lyf fyrir menn
undefined-image-placeholder

Doloproct - Endaþarmskrem

Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: C05AA08
ATC Heiti: Fluocortolonum
Norrænt Vörunúmer: 448233
Markaðsleyfishafi: Karo Pharma AB
Skráningardagsetning: 01.06.2023
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
Doloproct inniheldur tvö virk efni: flúókortólónpívalat og lídókaínhýdróklóríð.
- Virka efnið flúókortólónpívalat tilheyrir hópi barkstera. Það minnkar framleiðslu efna sem
valda bólgum í líkamanum. Þetta dregur úr einkennum eins og bólgum, kláða og sársauka.
- Virka efnið lídókaínhýdróklóríð tilheyrir hópi staðdeyfilyfja. Það veldur deyfingu á því svæði
sem það er notað. Þetta dregur úr sársauka og kláða á svæðinu.

Doloproct er ætlað til notkunar hjá fullorðnum við einkennum sem tengjast
- stækkun æða í kringum endaþarmsop (gyllinæð)
- bólga í slímhúð endaþarms (sem ekki er smitandi)
- bólga í efri lögum húðar umhverfis endaþarmsop með einkennum eins og roða, bólgu, kláða,
þurrki eða endaþarmsexemi.

Doloproct getur ekki upprætt orsök gyllinæðar eða bólgu í slímhúð endaþarms (sem ekki er
smitandi) og endaþarmsexems.

Hafið samband við lækninn ef þú finnur ekki fyrir bata eða þér hefur versnað eftir 2 vikur.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
Doloproct inniheldur:
Virku innihaldsefnin eru flúókortólónpívalat og lídókaínhýdróklóríð (vatnsfrítt).

Í hverju grammi af endaþarmskremi er
- 1 mg af flúókortólónpívalati og
- 20 mg af lídókaínhýdróklóríði (vatnsfríu)

Önnur innihaldsefni eru pólýsorbat 60, sorbítansterat, cetósterýlalkóhól, paraffínolía, hvítt, mjúkt
paraffín, dínatríumedetat, natríumdíhýdrogenfosfatdíhýdrat, natríum fosfat dodecahýdrat,
benzýlalkóhól og hreinsað vatn.
Sjá kafla 2.

Lýsing á útliti Doloproct og pakkningastærðir
Doloproct endaþarmskrem er hvítt, ógegnsætt krem.

Kremið er fáanlegt í túpu; stjaka fylgir með.

Það eru þrjár pakkningastærðir fáanlegar:
- 10 g
- 15 g
- 30 g

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Doloproct er einnig fáanlegt sem endaþarmsstílar.

Markaðsleyfishafi
Karo Pharma AB
Box 16184
103 24 Stockholm
Svíþjóð

Framleiðandi
Temmler Italia S.r.l.,
Via Delle Industrie 2,
20061 Carugate
Ítalía

Umboð á Íslandi
Alvogen ehf.
Sími: 522 2900
info@alvogen.is


Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi
heitum:
Þýskaland Doloproct
Danmörk Doloproct
Ísland Doloproct
Grikkland Doloproct
Eistland Doloproct
Ungverjaland Doloproct
Lettland Doloproct
Slóvakía Doloproct
Svíþjóð Doloproct
Austurríki Doloproct
Litháen Doloproct
Búlgaría Doloproct
Finnland Neoproct
Portúgal Ultraproct

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2024.