Beint í efni
Mínar síður
Lyfjaskrá/
Cotrim - Tafla
Lyf fyrir menn
undefined-image-placeholder

Cotrim - Tafla

Lyfseðilsskylt lyf
ATC Flokkur: J01EE01
ATC Heiti: Sulfamethoxazolum og Trimethoprimum
Norrænt Vörunúmer: 584306
Markaðsleyfishafi: Teva B.V.
Skráningardagsetning: 01.01.2021
Magn
Nauðsynlegt er að eiga gildan lyfseðil til að panta lyfjð.
Bæði virku efnin, trímetóprím og súlfametoxazól, eru sýklalyf sem hindra vöxt baktería. Með því að
sameina þessi tvö virku efni nást víðtækari og öflugri bakteríudrepandi áhrif.

Helstu ábendingar um notkun eru sýkingar í miðeyra, í berkjum eða öðrum hlutum öndunarvega (t.d.
bráð eða langvinn berkjubólga og lungnabólga), sýkingar í þvagfærum sem og sýkingar í
meltingarvegi.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
Cotrim og Cotrim forte innihalda
Ein tafla inniheldur:
Virku innihaldsefnin eru:
Cotrim: trímetóprím 80 mg og súlfametoxazól 400 mg
Cotrim forte: trímetóprím 160 mg og súlfametoxazól 800 mg
Önnur innihaldsefni eru natríumlárýlsúlfat, gelatín, örkristallaður sellulósi, natríumkroskramellósi,
maíssterkja, talkúm, vatnsfrí kísilkvoða og magnesíumsterat.

Lýsing á útliti Cotrim og Cotrim forte og pakkningastærðir
Cotrim: Hvít, kringlótt, tvíkúpt tafla, 12 mm í þvermál, með deiliskoru á annarri hliðinni. Deiliskoran
er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni svo auðveldara sé að kyngja henni en ekki til þess að
skipta henni í jafna skammta.
Pakkningastærðir: 20 og 30 töflur. Ekki er víst að báðar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Cotrim forte tafla: Hvít, tvíkúpt, hylkislaga tafla, 9,5 mm x 20 mm að stærð, með deiliskoru á báðum
hliðum. Töflunni má skipta í jafna skammta.
Pakkningastærðir: 10 og 20 töflur. Ekki er víst að báðar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi
Teva B.V.
Swensweg 5
2031GA Haarlem
Holland

Framleiðandi
Merckle GmbH
Ludwig-Merckle-Str. 3
89143 Blaubeuren
Þýskaland

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um
lyfið

Umboðsmaður á Íslandi:
Teva Pharma Iceland ehf.
Dalshraun 1
220 Hafnarfjörður

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar 2025.