Til baka

Swanson Coconut & Hemp Seed olía 60 softgels

Það getur reynst slungið að neyta rétts hlutfalls fitusýra, meðal annars vegna þess að í hefðbundnu vestrænu mataræði er hlutfall omega 6 fitusýra töluvert hærra en Omega 3.Við þurfum að stýra hlutföllum omega 3, 6 og 9 til þess að stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu. Það er einmitt það sem Coconut & hemp seed olían frá Swanson hjálpar til með.

2.590 kr.

2.590 kr.

vnr: SWE091

Það getur reynst slungið að neyta rétts hlutfalls fitusýra, meðal annars vegna þess að í hefðbundnu vestrænu mataræði er hlutfall omega 6 fitusýra töluvert hærra en Omega 3. Við heyrum oft um mikilvægi omega 3 fitusýra fyrir líkamann, t.d. fyrir hjarta- og æðakerfið og miðtaugakerfið. En omega 3 fitusýrur eru einungis hluti af þeim fitusýrum sem við þurfum að innbirgða yfir daginn, hlutföllin er það sem skiptir máli! Við þurfum að stýra hlutföllum omega 3, 6 og 9 til þess að stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu. Það er einmitt það sem Coconut & hemp seed olían frá Swanson hjálpar til með. 50/50 blanda af lífrænt ræktuðum Hampfræjum og kókoshnetum.

Hampfræ olía hefur verið dásömuð af mörgum vegna þess að hlutföll hennar eru 3/1 af omega 6 á móti omega 3 sem hefur verið talið ákjósanlegt hlutfall fyrir næringarinntöku mannslíkamans. Hampfræ olían inniheldur einnig minna magn af gamma línólensýru (GLA) sem er fjölómettuð fitusýra.  Olían er að auki rík af andoxunarefnum, plöntusterólum, snefilefnum og fosfólipíðum. Þessi einstaka samsetning næringarefna aðgreinir hampolíu frá öðrum fræolíum. Eins og við mátti búast veitir hampfræolían mannslíkamanum margvíslegan ávinning. Alfa línólensýra (ALA) veitir heilanum og miðtaugakerfinu lífsnauðsynlega næringu, sem styður við minni, andlega skerpu og viðheldur tilfinningalegri vellíðan. GLA er vel þekkt fyrir stuðning sinn við hormónakerfið og getur reynst sérstaklega gagnleg fæðubót fyrir konur sem eru að ganga í gegn um tíðahvörf. Jafnvægi á milli Omega-3 og & -6 hjálpar til við að viðhalda heilbrigðri húð og liðastarfsemi.

Fyrir aukna orku: Coco hamp perlurnar  innihalda 500 mg af lífrænt ræktaðari kókosolíu, en kókosolía hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár meðal íþróttafólks vegna eiginleika hennar til þess að veita líkamanum skjóta orku en hefur að auki vakið athygli fyrir það að veita heilanum nauðsynlega næringarefni. Kókosolía inniheldur MCT olíu sem líkaminn umbreytir strax í orku sem hleður líkamann og heilann hratt. Rannsóknir hafa leitt í ljós að efnsskiptin sem eiga sér stað þegar MCT olía er brotin niður í líkamanum leiði til þess að líkaminn framleiði ketón, sem eru efnasambönd sem næra taugarnar og styðja við starfsemi heila og taugakerfisins.

 

1 perla 1-3 á dag

Other ingredients: Gelatin, glycerin, purified water.