Til baka

Probimage Family 90 tuggutöflur

Ónæmiskerfið vinnur ötullega að því að vernda okkur gegn sjúkdómum en við erum í snertingu við mögulega sýkla og veirur öllum stundum. Ef ónæmiskerfið starfar ekki sem skyldi getur sjúkdómshætta aukist. Ofvirkt ónæmiskerfi getur hins vegar aukið líkur á ofnæmi...

4.140 kr.

vnr: 88035129

Ónæmiskerfið vinnur ötullega að því að vernda okkur gegn sjúkdómum en við erum í snertingu við mögulega sýkla og veirur öllum stundum. Ef ónæmiskerfið starfar ekki sem skyldi getur sjúkdómshætta aukist. Ofvirkt ónæmiskerfi getur hins vegar aukið líkur á ofnæmi og hættu á bólgumyndun.

Sterkt ónæmiskerfi er nauðsynlegt vörnum okkar og til þess að við séum í okkar besta formi dag hvern. Lykilorðið til þess að svo megi vera er “jafnvægi“, jafnvægi í þarmaflóru okkar sem hjálpar til við að viðhalda sterku og skilvirku ónæmiskerfi.

70-80% ÓNÆMISKERFISINS ER STAÐSETT Í MELTINGARVEGI
– Mikilvægi örverujafnvægis

Um það bil 70-80% ónæmiskerfis okkar er staðsett í meltingarveginum. Virkni og almennt heilbrigði meltingarvegarins ræðst meðal annars af samsetningu örveruflóru hans. Með viðkvæmri flóru og röskun á henni (e. dysbiosis) getur hættan á sýkingum, bólgum og öðrum sjúkdómum aukist.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að fjölbreytt og vel nærð örveruflóra getur stuðlað að bættu ónæmiskerfi á margan hátt. Vinveittar bakteríur eru taldar geta hjálpað til við að styrkja frumuveggina/þekjuvefinn og slímhúðina sem svo vernda þarmana og draga þannig til að mynda úr gegndræpi þarmaveggjanna.

Probi® Family tuggutöflur – fyrir ónæmiskerfið
Probi® Family er samsett úr tveimur einkaleyfavörðum Probi mjólkursýrugerlum; Lactobacillus plantarum HEAL9 (Lp HEAL9) og Lactobacillus paracasei 8700:2 (Lpa 8700:2).

Lactobacillus plantarum HEAL9 hefur sýnt í klínískum rannsóknum að hann lifir af hið sýrða umhverfi magans og niður í þarmana þar sem hann getur svo dreift sér.

Lactobacillus paracasei 8700:2 lifir ferðalagið í gegnum meltingarveg mannsins og rannsóknir hafa sýnt að meðhöndlun með Lpa 8700:2 getur dregið úr tilfærslu (e. translocation) baktería.