Til baka

Parapró

700 mg - 20 stk - Filmuhúðaðar töflur

Parapró er notað tímabundið við vægum eða meðalmiklum verkjum sem tengjast mígreni, höfuðverk, bakverk, tíðaverk, tannverk, lið- og vöðvaverkjum, vægri liðagigt og kvef- og flensueinkennum, særindum í hálsi og hita.

699 kr.

vnr: 471122

Parapró er notað tímabundið við vægum eða meðalmiklum verkjum sem tengjast mígreni, höfuðverk,
bakverk, tíðaverk, tannverk, lið- og vöðvaverkjum, vægri liðagigt og kvef- og flensueinkennum,
særindum í hálsi og hita.

Lyfið inniheldur tvö virk innihaldsefni, íbúprófen og parasetamól.
Íbúprófen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru bólgueyðandi gigtarlyf. Þau draga úr verkjum, bólgum
og hita.
Parasetamól er verkjalyf sem hefur annan verkunarhátt en íbúprófen og er verkjastillandi og
hitalækkandi.

Parapró er ætlað til notkunar hjá fullorðnum, 18 ára og eldri. 1 tafla allt að þrisvar á dag með vatni. Látið minnst 6 klst. líða á milli skammta

Hver tafla inniheldur 200 mg af íbúprófeni og 500 mg af parasetamóli.

Töflukjarni
Maíssterkja
Krospóvidón (E1202)
Vatnsfrí kísilkvoða (E551)
Póvidón K-30 (E1201)
Forgelatínuð sterkja
Talkúm (E553b)
Stearínsýra
Filmuhúð
Pólývínýl alkóhól (E1203)
Talkúm (E553b)
Makrógól 3350 (E1521)
Títantvíoxíð (E171)

Frekari upplýsingar

Form

Styrkur

Magn

Heiti Innihaldsefnis

Merking