Til baka

Omeprazol ratiopharm

20 mg - 28 stk - Sýruþolin hylki

Omeprazol ratiopharm inniheldur virka efnið omeprazol. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“. Þeir verka með því að draga úr sýruframleiðslu í maga.

1.495 kr.

vnr: 475862

Vara væntanleg

Ómeprazól, virka efnið í lyfinu, dregur úr myndun á magasýru. Það er notað við sársjúkdómi í maga og skeifugörn og bólgu í vélinda vegna bakflæðis magasýru. Það er einnig notað ásamt sýklalyfjum við sýkingu af völdum bakteríunnar Helicobacter pylori. Ef ekki tekst að uppræta Helicobacter-sýkingu veldur hún endurteknum magasárum en til þess að vinna á henni þarf bæði sýklalyf og lyf sem minnka magasýruframleiðslu. Ómeprazól hindrar seyti magasýru úr sýrumyndandi frumum. Lyfið dregur þannig úr framleiðslu magasýru. Aukaverkanir lyfsins eru fátíðar og fæstar þeirra alvarlegar.

Mælt er með því að hylkin séu tekin að morgni.
– Hylkin má taka með mat eða á fastandi maga.
– Gleypið hylkin heil með hálfu glasi af vatni. Hylkin má hvorki tyggja né mylja. Þetta er vegna
þess að hylkin innihalda hjúpaðar smákúlur sem koma í veg fyrir að sýran í maganum brjóti
lyfið niður. Það er mikilvægt að smákúlurnar skemmist ekki

Ráðlagður skammtur er eitt 20 mg hylki hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga.
Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma.

Notið lyfið alltaf nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn, lyfjafræðingur
eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita
upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðinginum.

Omeprazol ratiopharm 20 mg.
Hvert magasýruþolið hylki inniheldur 20 mg af omeprazoli.
Hjálparefni með þekkta verkun: 80 mg af súkrósa.

Innihald hylkis
Sykurkúlur (súkrósi og maíssterkja)
Natríumsterkjuglýkólat
Natríum lárílsúlfat
Póvidón K30
Þrínatríumfosfatdodecanhýdrat
Hýprómellósi
Metakrýlsýru-etýlakrýlat samfjölliða (1:1)
Þríetýlsítrat
Natríumhýdroxíð
Títantvíoxíð (E171)
Talkúm
Hylkið sjálft – LOK
Erýtrósín (E127)
Indigótín (E132(
Títan víoxíð (E171)
Vatn
Gelatín
Hylkið sjálft – BOTN
Kínólíngult (E104)
Erýtrósín (E127)
Títan víoxíð (E171)
Vatn
Gelatín
Prentblek
Gljálakk
Pólývínýlpyrrolidón
Própýlenglýkól
Natríumhýdroxíð
Títantvíoxíð (E171)

Frekari upplýsingar

Form

Styrkur

Magn

Heiti Innihaldsefnis

Merking