Lýsi Omega 3+D vítamín 120 perlur
1.490 kr.
Omega-3 fitusýrur hafa góð áhrif á hjarta- og æðakerfi auk þess að gegna mikilvægu hlutverki við uppbyggingu heila og miðtaugakerfis. Neyta þarf að lágmarki 250 mg. af DHA og 250 mg. af EPA til þess að Omega-3 hafi þau áhrif sem hér er talað um. Í skammdeginu lækkar venjulega D-vítamín í blóði Íslendinga, sérstaklega hjá þeim sem ekki taka Lýsi eða D-vítamín. D-vítamín er mikilvægt fyrir vöxt tanna og beina. Einnig er vitað að D-vítamín eykur upptöku kalks í líkamanum.
Ráðlagður dagsskammtur fyrir 6 ára og eldri 2 perlur á dag
Ómega-3 fiskiolía, gelatín, rakaefni (glýseról), vatn, þráavarnarefni (náttúruleg tókóferól), D3-vítamín (kólekalsiferól). Hver perla inniheldur 500 mg af omega-3 fiskiolíu.