Til baka

Loritin

10 mg - 100 stk - Töflur

Lóritín inniheldur 10 mg af virka efninu lóratadín sem tilheyrir hópi andhistamín lyfja. Andhistamín dregur úr ofnæmiseinkennum með því að koma í veg fyrir áhrif histamíns sem er framleitt í líkamanum. Lóritín er ofnæmislyf sem dregur úr ofnæmiseinkennum eins og...

2.735 kr.

vnr: 002510

Lóritín inniheldur 10 mg af virka efninu lóratadín sem tilheyrir hópi andhistamín lyfja. Andhistamín dregur úr ofnæmiseinkennum með því að koma í veg fyrir áhrif histamíns sem er framleitt í líkamanum.
Lóritín er ofnæmislyf sem dregur úr ofnæmiseinkennum eins og nefrennsli, kláða í augum, ofsakláða og ofnæmiskvefi. Hægt er að halda einkennunum niðri heilan dag þannig að unnt er að sinna daglegum störfum og þetta stuðlar einnig að eðlilegum nætursvefni.

Töfluna skal gleypa með glasi af vatni, með eða án máltíðar. Batni einkenni ekki innan 7 daga skal hafa samband við lækni. Sé þörf á að nota Loritín í lengri tíma en 3 mánuði skal hafa samband við lækni til að rannsaka hvort að einkenni séu ekki af völdum ofnæmis. Töflunni má skipta í jafna skammta. Lóritín er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára nema að höfðu samráði við lækni.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Frekari upplýsingar

Form

Styrkur

Magn

Heiti Innihaldsefnis

Merking