Til baka

Immex

2 mg - 20 stk - Töflur

Immex er ætlað til meðferðar við einkennum bráðs tilfallandi niðurgangs og langvarandi niðurgangs, þ.m.t. niðurgangur vegna of mikils hraða þarmainnihalds, með eða án hægðaleka, t.d. hjá sjúklingum með dausgarnarrauf, ristilrauf eða stuttæmingu (dumping). Bráður niðurgangur: Hefja skal meðferðina með 4...

1.083 kr.

vnr: 025997

Immex er ætlað til meðferðar við einkennum bráðs tilfallandi niðurgangs og langvarandi niðurgangs, þ.m.t. niðurgangur vegna of mikils hraða þarmainnihalds, með eða án hægðaleka, t.d. hjá sjúklingum með dausgarnarrauf, ristilrauf eða stuttæmingu (dumping). Bráður niðurgangur: Hefja skal meðferðina með 4 mg (2 töflum). Þaðan í frá 2 mg (1 tafla) eftir hverja losun þunnra hægða. Þó skulu líða 2-3 klst. milli fyrsta og annars skammts. Sólarhringsskammtur á ekki að fara yfir 16 mg (8 töflur). Langvarandi niðurgangur: Hefja skal meðferðina með 4 mg (2 töflum). Skömmtun er síðan einstaklingsbundin á bilinu 2-16 mg (1-8 töflur) á sólarhring og leitast skal við að gefa minnsta
viðhaldsskammt sem mögulegur er. Oft nægir að gefa lyfið 1-2 sinnum á sólarhring.
Sólarhringsskammtur á ekki að fara yfir 16 mg (8 töflur).

Frekari upplýsingar

Form

Styrkur

Magn

Heiti Innihaldsefnis

Merking