Til baka

Glitinum

100 mg - 30 stk - Hylki

Glitinum er jurtalyf til að fyrirbyggja mígreni. Jurtalyfið inniheldur þurrkaða glitbrá (e. feverfew) sem hefur skráða örugga notkun við mígreni í yfir 40 ár. Rannsóknir hafa sýnt fram á að glitbrá getur fækkað mígreniköstunum og gert þau vægari.

3.995 kr.

vnr: 174825

Glitinum er jurtalyf sem notað er fyrirbyggjandi við mígreni. Lyfið er tekið að staðaldri til að draga úr tíðni mígrenikasta og lengja tímann á milli kasta. Mígreni er ástand sem einkennist af slæmum höfuðverkjaköstum og er ein af algengustu ástæðunum fyrir örorku og vinnutapi. Það er því mikil þörf á nýjum meðferðarúrræðum til að draga úr mígreni. Glitinum er eina lyfið til að fyrirbyggja mígreni sem fæst án lyfseðils og er skráð í sérlyfjaskrá. Jurtalyfið þolist almennt vel og hefur einungis fáar, vægar aukaverkanir. Glitinum inniheldur þurrkaða glitbrá (e. feverfew) sem hefur skráða örugga notkun við mígreni í yfir 40 ár. Glitbrá inniheldur virk efnasambönd og er Glitinum staðlað með tilliti til þessara virku efna, sem tryggir bæði rétta verkun og öryggi jurtalyfsins.

1 hylki daglega. Ekki ætlað yngri en 18 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Ekki skal nota Glitinum lengur en í 3 mánuði. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is.

Hvert hylki inniheldur 100 mg af þurrkaðri Tanacetum parthenium (L.) Schulz Bip., (glitbrá).

Frekari upplýsingar

Form

Styrkur

Magn

Heiti Innihaldsefnis

Merking