Til baka

Eylíf Stronger Liver 90hylki

Sronger  Liver stuðlar að viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrar og að eðlilegum fituskiptum. Kítósan dregur í sig fituefni í meltingavegi og kalsíum er öflugur liðsauki fyrir meltinguna og gegn meltingatruflunum.

4.745 kr.

vnr: 16000364

Það er fátt jafn mikilvægt eins og að halda meltingunni í góðu lagi því hún spilar lykilhlutverki í andlegri og líkamlegri heilsu. Lifrin er stærsti kirtill líkamans og gegnir ótal mikilvægum hlutverkum í efnaskiptum. Lifrin er aðal líffærið sem stýrir efnaskiptum. Lífstíll getur haft áhrif á starfsemi og efnaskipti lifrar ss. mikil alkóhólneysla, óhollur matur ss. djúpsteiktur, sykruð- og unnin matvæli.

Góð og heilbrigð melting hefur áhrif á þarmaflóruna sem þróast með okkur í gegnum lífið og verður fyrir áhrifum frá umhverfi okkar. Það má því segja að hún sé eins og eitt stórt líffæri. Engin þarmaflóra er eins og önnur en hlutverk hennar er alltaf það sama; að viðhalda heilbrigði þarmanna og verja líkamann fyrir óvelkomnum örverum. Heilbrigð melting er grunnurinn að góðri heilsu.

Stronger LIVER frá Eylíf inniheldur níutíu hylki í glasi. Best er að taka tvö hylki á dag með mat til að viðhalda heilbrigðum meltingarvegi. Við mælum með því að taka bæði hylkin á sama tíma svo að ekki gleymist að taka seinni skammtinn.

 

 

  • Stronger LIVER inniheldur fjögur grunnefni frá móður íslenskrar náttúru:
    • Kítósan, (ensím úr rækjuskel, LipoSan Ultra TM) sem binda fitu í meltingarvegi þannig að hún fari ekki út í blóðrásina og hjálpar þannig til við að halda kjörþyngd. Rannsóknir sýna að Kítósan (ensím úr rækjuskel) halda Candida sveppnum í skefjum í þarmaflórunni ásamt því að vera næring fyrir gerlaflóruna í þörmum.  Kítósan hentar ekki fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir skelfiski. 
    • Kalkþörunga (Calcified seaweed), hinn náttúrulegia kalk- og steinefnagjafa úr hafinu með um 74 stein– og snefilefnum sem vernda beinin og styrkja bandvef og er ætlað öllum sem ekki fá nægilegt kalk og steinefni úr fæðunni.
    • Kísil frá GeoSilica, náttúrulegt steinefni sem gegnir lykilhlutverki í myndun og viðhaldi beina og bandvefs.
    • Íslenska ætihvannarót sem hefur verið í matarmenningu Íslendinga frá örófi alda og er talið hafa góð og styrkjandi áhrif á meltinguna.
    • Mjólkurþistill hefur verið notað í gegnum aldirnar sem lækningajurt og er talin styrkja starfsemi lifrar.
    • Kólín hefur góð áhrif á starfsemi lifrar og er viðurkennt efni af EFSA (Evrópsku matvælaöryggis stofnuninni). Samþykktar fullyrðingar frá EFSA er: Kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum. Kólín stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar. Kólín stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar hómósystem (hómósystem er áhættuþáttur æðarsjúkdóma).
    • Við styrkjum blönduna með C vítamíni, það hefur verið sýnt fram á góð áhrif á meltinguna.

    Til að auka á heilbrigði lifrar og meltingar er Stronger LIVER góð viðbót við daglega fæðuinntöku.