Til baka

Arctic Star Marine Collagen 90hylki

Styrkir ónæmiskerfið, seinkar öldrun húðarinnar og dregur úr hrukkumyndun. Styrkir hárvöxt og gæði hársins og styrkir neglur. Sæbjúgu frá Atlanshafinu eru þekkt fyrir hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald.

3.525 kr.

3.525 kr.

vnr: 88036593

Arctic Star Marine Kollagen er framleitt úr Atlantshafs-þorskroði og sæbjúgum sem eru veidd í Norður-Atlanshafinu. C-vítamín styður við eðlilega myndun kollagens sem styrkir brjósk, bein og húð líkamans. C-vítamín styrkir einnig starfsemi taugakerfisins og ónæmiskerfisins. Einnig stuðlar C-vítamín að því að verja frumur líkamans fyrir oxunarálagi og draga úr þreytu og lúa. Arctic Star Marine Collagen inniheldur yfir 50 tegundir af næringarefnum, eins og kollagen, amínósýrur, taurín, chondroitin súlfat, peptíð og fjölbreytt vítamín og steinefni.

Kollagen (collagen) er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Kollagen er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum,  sinum og beinum mannslíkamans. Einnig er kollagen mjög stór hluti af húð, hári og nöglum.

Arctic Star Marine Collagen inniheldur aðalega:

Kollagen sem er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Kollagen prótein sjá m.a. til þess að vefir líkamans haldist sterkir.

Chondroitin súlfat sem er nauðsynlegt til að byggja upp brjósk og dregur úr líkum á liðskemmdum. Er auk þess verkjastillandi fyrir þá sem þjást af liðverkjum.

Amínósýrur sem eru undirstaða fyrir uppbyggingu próteina. Sæbjúgu innihalda mikilvægar amínósýrur sem mannslíkaminn getur ekki framleitt sjálfur svo sem:

  • Metíónín sem er blóðaukandi, eykur orku líkamans, stuðlar að myndun húðpróteins og insúlíns.
  • Lýsín sem eflir þroska heilans, stýrir heilakönglinum, mjólkurkirtlum, eggjastokkum og tefur fyrir frumuhrörnun. Lýsín er óaðskiljanlegur þáttur í starfsemi lifrar og gallblöðru.
  • Tryptófan sem stuðlar að myndun magasafa og insúlíns.
  • Valín sem stuðlar að eðlilegri virkni í taugakerfi, verkar sérstaklega á gulbú, brjóst og eggjastokka.
  • Treónín sem stuðlar að jafnvægi amínósýra líkamans.
  • Leucine sem getur lækkað blóðsykur í blóðinu og styrkt húðina, auk þess sem sár og bein gróa betur.
  • Isoleucine sem aðlagast hóstakirtlum, milta, heila og bætir efnaskipti til að halda lífeðlislegu jafnvægi líkamans.
  • Fenýlalanín sem eflir nýrun og þvagblöðruvirkni. Þessi næringarefni geta aukið virkni ónæmisfruma líkamans og þannig stuðlað að myndun mótefna.

Mucopolysaccharide sem lækkar blóðþrýsting, og minnkar möguleika á æðakölkun.

Saponins getur aukið virkni ónæmisfrumna líkamans og stuðlað að myndun mótefna og seinkað öldrun.

Vítamín C sem eru þekkt fyrir:

  • Stuðla að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks, beina og húðar.
  • Stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og ónæmiskerfisins
  • Stuðla að því að verja frumur fyrir oxunarálagi.
  • Stuðla að því að draga úr þreytu og lúa.
  • Stuðla að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum.
  • Stuðla að endurnýjun afoxaðs forms E-vítamíns.
  • Auka upptöku járns.